Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos
Kolbeinn Tumi Daðason
2025-04-01 09:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Veðurstofan segir að merki frá aflögunarmælum séu sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni í kvikuhlaupinu sem hófst í morgun.
Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
„Merkin sem sjást sýna að kvikan er að hreyfa sig bæði til norðausturs en einnig í suður í átt að Grindavík. Á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða um hvar kvikan muni koma upp, en færslan á aflögunarmerkjum til suðurs sáust til að mynda ekki í eldgosinu sem hófst í nóvember 2024.
Viðbragðsaðilar í Grindavík segjast finna fyrir jarðskjálftum í bænum og þar sjást einnig merki um aflögun og því mögulegt að sprunguhreyfingar geti átt sér stað innan bæjarins.“
Meiri jarðskjálftavirkni en í síðustu gosum
Jarðskjálftavirkni hefur verið meiri en hún var í undanfara allra síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Skjálftarnir hafa verið fleiri og stærri og hafa borist fregnir af því að þeir hafi fundist víða á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er virknin mest á sprungulínunni.
Kvikuhlaup hófst um klukkan hálf sjö og hefur því staðið yfir í tvo og hálfan klukkutíma, sem er einnig lengur en í allra síðustu gosum á svæðinu.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 206 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
- Margræðnistuðull var 1,64.