Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd
Atli Ísleifsson
2025-03-26 08:43
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Arnald Sölva Kristjánsson í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands til fimm ára frá 5. mars 2025 í stað Guðmundar Kristjáns Tómassonar sem setið hafði í nefndinni í fimm ár.
Frá þessu segir á vef Seðlabankans. Þar kemur fram að Arnaldur Sölvi sé lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
„Hann er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og frá Toulouse School of Economics og doktorsgráðu í hagfræði frá Háskólanum í Osló. Rannsóknir Arnaldar Sölva snúa að fjármálum hins opinbera. Hann starfaði áður m.a. hjá Alþýðusambandi Íslands, norsku hagstofunni og á efnahagsskrifstofu í fjármálaráðuneyti Noregs í deild sem fylgdist m.a. með fjármálastöðugleika,“ segir í tilkynningunni.
Fjármálastöðugleikanefnd er þá þannig skipuð:
Ásgeir Jónsson formaður,
Tómas Brynjólfsson
Þórarinn G. Pétursson
Björk Sigurgísladóttir
Axel Hall
Bryndís Ásbjarnardóttir
Arnaldur Sölvi Kristjánsson.
Nafnalisti
- Arnald Sölvi Kristjánsson
- Arnaldur Sölvi Kristjánssonhagfræðingur
- Ásgeir JónssonSeðlabankastjóri
- Axel Hallurlektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
- Björk Sigurgísladóttirvaraseðlabankastjóri fjármálaeftirlits
- Bryndís Ásbjarnardóttirforstöðumaður þjóðhagsvarúðar hjá Fjármálaeftirlitinu
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
- Guðmundur Kristján Tómasson
- Tómas Brynjólfssonskrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála
- Toulouse School of Economics
- Þórarinn G. Péturssonaðalhagfræðingur
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 122 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,61.