Stjórnmál

Daði Már skipar tvær nefndir sem eiga að meta hæfni

Ritstjórn mbl.is

2025-03-06 14:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Tvær valnefndir hafa verið skipaðar til meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Daði Már Kristófersson, efnahags- og fjármálaráðherra, skipaði í nefndirnar, en þær hafa það hlutverk tilnefna tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og svo er það í höndum ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar.

Sverrir Briem í báðum nefndum

Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess innan hennar hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn, segir í tilkynningunni.

Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð Sverrir Briem sem var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 þar til Bankasýslan var lögð niður, Ólafía B. Rafnsdóttir, sem sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður, og Þórir Skarphéðinsson lögmaður.

Í valnefnd orkufyrirtækja var Sverrir Briem einnig skipaður ásamt Ernu Agnarsdóttur, mannauðsstjóra Kviku, og Helga Þór Ingasyni, prófessor og fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Erna Agnarsdóttir
  • Helgi Þór Ingasonprófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
  • Ólafía B. Rafnsdóttirfyrrverandi formaður VR
  • Sverrir Briemráðgjafi og einn eigandi Hagvangs
  • Þórir Skarphéðinssonlögmaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 174 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.