Daði Már skipar tvær nefndir sem eiga að meta hæfni
Ritstjórn mbl.is
2025-03-06 14:35
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Tvær valnefndir hafa verið skipaðar til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Daði Már Kristófersson, efnahags- og fjármálaráðherra, skipaði í nefndirnar, en þær hafa það hlutverk að tilnefna tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og svo er það í höndum ráðherra að velja úr þeim hópi í stjórnirnar.
Sverrir Briem í báðum nefndum
„Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn,“ segir í tilkynningunni.
Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð Sverrir Briem sem var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 þar til Bankasýslan var lögð niður, Ólafía B. Rafnsdóttir, sem sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður, og Þórir Skarphéðinsson lögmaður.
Í valnefnd orkufyrirtækja var Sverrir Briem einnig skipaður ásamt Ernu Agnarsdóttur, mannauðsstjóra Kviku, og Helga Þór Ingasyni, prófessor og fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.
Nafnalisti
- Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
- Erna Agnarsdóttir
- Helgi Þór Ingasonprófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
- Ólafía B. Rafnsdóttirfyrrverandi formaður VR
- Sverrir Briemráðgjafi og einn eigandi Hagvangs
- Þórir Skarphéðinssonlögmaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 174 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,59.