Stjórnmál

Guðmundur Ari segir galið af Rósu að sitja áfram

Brynjólfur Þór Guðmundsson

2025-03-18 12:06

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þetta er svo galið, segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, ætli halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæði voru kosin á þing í vetur og sagði Guðmundur Ari sig þá úr bæjarstjórn og úr stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Rósa sagði í samtali við fréttastofu í morgun hún ætlaði ekki hætta í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir landsþing þess á fimmtudag. Hún sagðist þó ekki gera ráð fyrir sitja allt kjörtímabilið til enda sem bæjarfulltrúi. Ef hún hættir í bæjarstjórn hættir hún um leið í stjórn sambandsins þar sem aðeins kjörnir fulltrúar og varafulltrúar í sveitarstjórnum eru gjaldgengir í stjórn.

Vill skil milli ríkisvalds og sveitarfélaga

Guðmundur Ari deildi frétt RÚV um ákvörðun Rósu á Facebook í morgun. Þar skrifar hann eitt af meginmarkmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felist í hagsmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu.

Skjáskot/Facebook

Það þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara fram með fulltrúa Alþingis á fundunum.

Guðmundur Ari segir formaður og stjórn sambandsins þurfi geta ráðið ráðum sínum og átt trúnaðarsamskipti án þess þurfa gæta því fulltrúar þingsins séu viðstaddir.

Það var eftirminnilegt á síðasta kjörtímabili þegar Bjarni Jónsson fulltrúi VG í stjórn Sambandsins var kjörinn á þing þá hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna mikið á því hann sagði sig ekki strax úr stjórn Sambandsins. Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni.

Hvernig getur einstaklingur í fullu starfi á Alþingi mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins?

Rósa sagði í samtali við fréttastofu í morgun hún yrði í stjórn sambandsins allavega næstu vikurnar. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir sitja í bæjarstjórn þar til kjörtímabilinu lýkur á næsta ári heldur gerði hún ráð fyrir hætta þar á næstu vikum eða mánuðum.

Breytingar á stjórn

Kjósa þarf nýja fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á þinginu á fimmtudag í stað Guðmundar Ara og í stað Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra sem tilkynnti í gær hún hætti sem formaður sambandsins. Einnig þarf kjósa nýjan varamann í stjórn í stað Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarfulltrúa.

Nafnalisti

  • Bjarni Jónssonfyrrverandi stjórnarformaður Íslandspósts
  • Dagur B. EggertssonBorgarstjóri
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Guðmundur Ari Sigurjónssonbæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Rósa Guðbjartsdóttirbæjarstjóri Hafnarfjarðar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 417 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.