Breyta stuðningi við Grindavík – Ekki ráðlegt að hefja stórtæka endurreisn strax

Grétar Þór Sigurðsson

2025-03-18 11:15

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ríkisstjórnin tók í dag ákvörðun um framhald stuðningsaðgerða við Grindvíkinga og atvinnurekendur í bænum. Breytingar verða gerðar sem miða því færa stuðning úr formi sértækra neyðarúrræða og í almennari farveg. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir einstaklingar og fjölskyldur í sérstaklega viðkvæmri stöðu muni áfram njóta nauðsynlegs stuðnings.

Við viljum gefa Grindvíkingum skýr svör um framhald stuðningsaðgerða til eyða óvissu því marki sem það er hægt, er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningunni. Hún lagði fram minnisblað um málefni Grindavíkur á ríkisstjórnarfundi ásamt sex öðrum ráðherrum.

Sérstaklega stutt við tekju- og eignaminni

Lög um sértækan húsnæðisstuðning falla úr gildi um næstu mánaðamót. Þess í stað verður stutt sérstaklega við tekju- og eignaminni heimili til áramóta meðan leitað verður varanlegri lausnum á húsnæðisvanda þeirra.

Frestur til óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu verður framlengdur um þrjá mánuði frá 31. mars. Í tilkynningunni segir fresturinn verði ekki framlengdur á ný eftir það.

Ætla ekki ráðast í uppkaup á atvinnuhúsnæði

Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, til 1. júní 2026, til fyrirtæki geti byggt sig aftur upp í Grindavík eða flutt reksturinn ef þess er þörf. Rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur því úr gildi 31. mars. Í staðinn verður horft til þess nýta almennari úrræði um opinberan stuðning við atvinnulíf gegnum Sóknaráætlun Suðurnesja, segir í tilkynningunni.

Stjórnvöld ætla ekki ráðast í uppkaup á atvinnuhúsnæði í Grindavík. Sjónum stjórnvalda verður þess í stað beint því greina hvort persónulegar ábyrgðir vegna atvinnuhúsnæðis eða atvinnureksturs kalli á ráðstafanir til forða gjaldþrotum einstaklinga. Þörf fyrir slík úrræði verður könnuð með milligöngu umboðsmanns skuldara.

Ekki ráðlegt hefja stórtækt endurreisnarstarf

Í tilkynningu stjórnarráðsins segir óvissa vegna jarðhræringa við Grindavík mikil. Ekki þyki ráðlegt hefja stórtækt endurreisnarstarf við núverandi aðstæður.

Jarðhræringarnar ógna mikilvægum innviðum á Suðurnesjum öllum. Því verður sjónum stjórnvalda í vaxandi mæli beint styrkingu á áfallaþoli samfélagsins vegna þeirrar ógnar sem stafar af áframhaldandi jarðhræringum á Reykjanesskaga, segir í tilkynningunni.

Ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hefur unnið greiningu á stöðu Grindavíkur og sviðsmyndum um hvernig samfélagið þar gæti orðið árið 2035. Stöðumat og sviðsmyndir greiningarinnar verða nýttar við áframhaldandi stefnumótun stjórnvalda sem mun fara fram í samstarfi við íbúa.

Íbúaþátttaka og samtal stjórnvalda við framtíðaríbúa verður hornsteinn endurreisnar byggðar í Grindavík, segir í tilkynningunni.

Fréttin var uppfærð með nýrri mynd og fyrirsögn.

Nafnalisti

  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • ÞórkatlaFasteignafélagsins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 424 eindir í 26 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 88,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.