Kátir krakkar í Kringlunni í allra kvikinda líki
Ragnar Jón Hrólfsson
2025-03-05 15:21
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Margir landsmenn, ungir sem aldnir, brugðu sér í búninga af því tilefni að í dag er öskudagurinn.
Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, brá sér í Kringluna þar sem börn á ýmsum aldri gengu í búðir og sungu í von um að fá sælgæti að launum.
Búningarnir voru fjölbreyttir og margir hverjir mjög frumlegir eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
Vinirnir Mike og Sully úr myndinni Monsters Inc. RÚV/Ragnar Visage
Það er greinilegt að drykkurinn Svali hefur ekki runnið börnum úr minni. Glöggir sjá einnig jarðíkornabræðurna Theodór, Alvin og Símon. RÚV/Ragnar Visage
Mario-bræður létu sig ekki vanta í Kringluna. RÚV/Ragnar Visage
Kúrekabúningar eru enn vinsælir. RÚV/Ragnar Visage
Glæsilegir skósveinabúningar (e. Minions) RÚV/Ragnar Visage
Strumparnir í allri sinni bláu dýrð. Skegg æðsta strumps er sérstaklega tilkomumikið. RÚV/Ragnar Visage
Trúður og flugfreyja í samfloti. RÚV/Ragnar Visage
Hér telur blaðamaður að til vinstri megi sjá persónur úr tölvuleiknum Subway Surfers en til hægri sé mögulega verið að túlka gervi Wayans-bræðra úr myndinni White Chicks frá 2004. RÚV/Ragnar Visage
Nafnalisti
- Alvinmynd
- Mikeraunveruleikastjarna
- Minionsteiknimynd
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
- Símonplötusnúður
- Subway Surfers
- Sullyhundur
- Svalilestarstjóri
- Theodórdýrið talsvert sært
- White Chicksgrínmynd
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 188 eindir í 20 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 95,0%.
- Margræðnistuðull var 1,62.