Sæki samantekt...
Gosið sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni virðist vera búið, að sögn sérfræðings á Veðurstofunni.
Gossprungan sem myndaðist nærri Grindavík í morgun virðist hafa lokast og bersýnilega hefur dregið úr virkni gossins sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni seint á tíunda tímanum í morgun, þriðjudag.
„Það virðist vera meira eða minna búið, þetta gos,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson í samtali við mbl.is en hann er fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands.
„Ég held að það sé bara engin virkni eftir. Það er alla vegana orðið erfitt að finna hana.“
Skjálftavirkni er enn mikil, en færist norður
Skjálftavirkni er enn mikil á svæðinu og eins og fram hefur komið er sú kvika sem spúist hefur upp á yfirborðið í dag aðeins brot af því magni sem var í kvikuhólfinu. Það er því nóg eftir í tanknum.
Þá segist Veðurstofan sjá merki um að að kvika sé enn að færast inn í hólfið.
Erum við að búast við því að gosið byrjum aftur á hverri stundu?
„Ekki á hverri stundu, skjálftavirkni er talsvert minni og við sjáum ekki merki um að kvika sé að leita sér leiðar upp á yfirborðið,“ svarar Benedikt Gunnar.
En skjálftavirknin heldur samt áfram og það er alls ekki útilokað að kvika komi upp á yfirborðið eða að annað kvikuinnskot verði, að hans sögn.
Nafnalisti
- Benedikt Gunnar Ófeigssonsérfræðingur
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 228 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,64.