Síðasta hveitikornið malað á Íslandi: „Fæðuöryggi þjóðarinnar minnkar“
María Sigrún Hilmarsdóttir
2025-03-20 19:01
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Íslendingar verða algjörlega háðir innflutningi á hveiti þegar eina hveitimylla landsins hættir að mala korn um mánaðamótin. Kornax er gert að flytja starfsemi sína og það svarar ekki kostnaði að setja hana upp á þeim svæðum sem leyfi fæst fyrir, segja forsvarsmenn. Við þetta snarminnkar birgðastaða á hveiti í landinu. Hveitikorn er ein mikilvægasta grundvallarfæða mannkyns.
Hafa malað korn í 40 ár
Kornax hefur malað og pakkað hveiti í Korngörðum við Sundahöfn í tæp 40 ár eða frá árinu 1987. Andri Freyr Þórisson er verksmiðjustjóri Kornax. Hann segir að nú hafi Faxaflóahafnir sagt upp leigusamningi við fyrirtækið.
RÚV/Ragnar Visage
Andri Freyr Þórisson er verksmiðjustjóri Kornax sem er hluti af Líflandi ehf. þar sem hann er forstjóri.]] Þau vilja rífa húsnæðið og endurskipuleggja reitinn. Við þurfum að fara héðan. En þetta er eina hveitimyllan á Íslandi. Svo að nú erum við að ræsa hana í síðasta sinn. Hún er búin að sjá Íslendingum fyrir hveiti í alla þessa áratugi og bara ef maður hugsar út í matvælaöryggi og svoleiðis þá er náttúrulega mikilvægt að hafa svona starfsemi á landinu. [[Myllan fer í bortajárn
Andri segir mylluna komna til ára sinna og líklegast að hún fari í brotajárn eftir að verksmiðjunni verður lokað.]] Þessi tæki eru orðin það gömul að það er erfitt að selja þau áfram þannig að þau enda bara í Hringrás. [[[[RÚV/Kristinn Þeyr
Kornax malar á hverju ári 10 þúsund tonn af hveiti sem nú verður að flytja inn til landsins. Við það verður birgðastaðan mun minni.]] Við kaupum skipfarma af korni, sirka 2000 tonn sem eru hátt í þriggja mánaða birgðir af korni. Þessi lager dettur niður í kannski mánaðarbirgðir, ef það nær því, eftir að við hættum að mala. Malað korn geymist miklum mun skemur en heilt korn. [[[[RÚV/Kristinn Þeyr
Kornax vildi reisa nýja heitimyllu við hlið fóðurverksmiðju sem það rekur á Grundartanga. Því var hafnað þar sem staðsetningin uppfyllti ekki skilyrði um fjarlægð frá mengandi atvinnustarfsemi í nágrenninu.]] Og þar er verið að vísa í að það sé mengun á því svæði frá járnblendinu. En hér á þessu svæði hér í Sundahöfn höfum við náttúrulega skemmtiferðaskipin og allt svoleiðis og það talar nátturulega enginn um það. Hér koma mjög fjölmenn skemmtiferðaskip sem brenna olíu og svo öll flutningaskipin sem landa hér. [[[[Ragnar Visage
Hann efast um að megnunin á Grundartanga sé meiri en í Sundahöfn. Undir þetta tekur Rannveig Hrólfssdóttir, gæðastjóri Kornax.]] Við sóttum um undanþágu til ráðuneytisins með vísan í fæðuöryggi og fengum synjun þar líka eftir að hafa staðið í stappi við MAST og heilbrigðiseftirlitið. Heilbrigðiseftirlitið og MAST vilja bara ekki hleypa okkur inn á þetta svæði með verksmiðjuna. [[[[Ragnar Visage
Rannveig segir mikil samlegðaráhrif á milli verksmiðju Kornax í Sundahöfn og fóðurverksmiðjunnar á Grundartanga.]] Það hefði sparað hellings pening og tíma og mannskap að flytja þetta bara þangað. En hitt, að koma okkur fyrir á nýjum stað, annars staðar en þarna á Grundartanga, það bara hreinlega borgar sig ekki fyrir okkur, því miður. Þetta er bara svo lítill markaður hérna. [[[[Ragnar Visage
Nafnalisti
- Andri Freyr Þórisson
- Kristinn Þeyr
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
- Rannveig Hrólfssdóttir
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 563 eindir í 41 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 28 málsgreinar eða 68,3%.
- Margræðnistuðull var 1,62.