ViðskiptiStjórnmál

Innviðaskuldin ekki öll í fjármálaáætlun

Ritstjórn mbl.is

2025-03-28 15:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hluti innviðaskuldarinnar sem ríkisstjórnin hyggst gera upp er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt verður eftir helgi. Annað mætir afgangi.

Mbl.is ræddi við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í dag, en hann segir ómögulegt segja hvort fleiri innviðaverkefni bætist við á tímabilinu.

Það er ómögulegt segja til um það hvernig þróun afkomu ríkisins verður vegna þess hún er mjög háð hagvexti og öðrum slíkum ytri skilyrðum. Við byggjum áætlunina á hagspá hagstofunnar og gangi betur en hún gerir ráð fyrir þá opnast svigrúm fyrir meira, segir fjármálaráðherra.

Spurður hvort það væru verkefni á teikniborðinu sem ríkisstjórnin vildi koma segir ráðherra:

Það er alveg ljóst það eru allskyns verkefni sem ríkið gæti staðið betur og krefjast meira fjármagns. Stjórnmál snúast um forgangsröðun.

2027 eða 2028?

Ráðherra segir helstu breytingu fjármálastefnunnar sem kynnt var í gær, sem er undanfari fjármálaáætlunarinnar sem kynnt verður á mánudag, því flýtt ríkissjóður nái jafnvægi um eitt ár.

Í fjármálaáætlun 20252029 sem fyrri ríkisstjórn kynnti síðasta vor var gert ráð fyrir afgangur yrði af rekstri A 1 hluta ríkissjóðs árið 2028. Í áætluninni sem stendur til kynna er sömuleiðis gert ráð fyrir afkoma A 1-hluta verði fyrst jákvæð árið 2028.

Blaðamaður benti á í fjármálastefnu ekki gert ráð fyrir jákvæðri afkomu fyrr en 2028.

2027, sagði ráðherra viss með sitt og benti blaðamanni á líklega væri hann horfa á áætlun fyrir hið opinbera í heild sinni, meðtöldum sveitarfélögum.

loknu viðtali gaumgæfði blaðamaður það sem fram kom í stefnunni og náði aftur tali af ráðherra, og benti honum á í stefnunni stæði eftirfarandi:

Heildarafkoma A 1-hluta hins opinbera fer batnandi ár frá ári og snýst í afgang árið 2028

, afgang, en jafnvægi 2027. En stendur ekki hið opinbera? spurði ráðherrann.

Nei, A 1-sjóður, svaraði blaðamaður þá. Spurður hvort þarna væri rangt með farið í stefnunni neitaði ráðherra því.

Nei, það er ekkert rangt þarna. Síðasta ár hallareksturs er 2026, og það er afgangur af rekstri ríkissjóðs 2027.

En hérna segir hann verði ekki jákvæður fyrr en 2028, sem er í raun bara það sama og fyrri áætlun gerði ráð fyrir

Nei, það er ekki það sama og fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Þetta er ári fyrr.

En fyrri áætlun gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu fyrst árið 2028 og þessi áætlun gerir það líka.

Daði var á hraðferð og gekk út um leið og blaðamaður sleppti orðinu.

Nafnalisti

  • A 1spennustöð
  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 465 eindir í 27 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 24 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.