Efnahagsmál

Hagvöxtur reyndist meiri en áður var ætlað

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-07 11:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í dag endanlegt mat á landsframleiðslu á evrusvæðinu á fjórða ársfjórðungi 2024. Hagvöxtur reyndist 0,2% á tímabilinu en bráðabirgðatölur sem birtar voru í febrúar gerðu ráð fyrir 0,1% hagvexti.

Alls eru 20 lönd á evrusvæðinu en nýjar upplýsingar frá Írlandi og Ítalíu leiddu til þess hagvöxtur á svæðinu í heild jókst.

því er kemur fram í frétt Wall Street Journal hafa yfirvöld í Írlandi gefið það út hagvöxtur hafi verið 3,6% á fjórða ársfjórðungi en fyrra mat gerði ráð fyrir samdrætti. Fjöldi bandarískra fjölþjóðafyrirtækja eru með evrópskar höfuðstöðvar sínar í Írlandi og því geta tölur um landsframleiðslu sveiflast talsvert eða leitt til endurskoðunar.

Þá reyndist hagkerfi Ítalíu, sem er meðal þeirra stærstu á evrusvæðinu, hafa vaxið um 0,1% en áætlanir gerðu áður ráð fyrir samdrætti.

Sjá einnig]] Lækka stýrivexti í sjötta sinn á níu mánuðum

Greint var frá því í gær Seðlabanki Evrópu hefði fært niður hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu. er gert ráð fyrir 0,9% hagvexti árið 2025, 1,2% árið 2026 og 1,3% árið 2027. Niðurfærslan var sögð endurspegla væntingar um minni útflutning og áframhaldandi veikleika þegar kemur fjárfestingum.

Þá talsverð óvissa til staðar vegna tollaáforma Donalds Trump Bandaríkjaforseta en hann hefur hótað leggja 25% toll á vörur frá Evrópusambandinu.

Nafnalisti

  • Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
  • Wall Street Journalbandarískt dagblað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 220 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,77.