Stjórnmál

Krist­rún á fjarfundi með Von der Leyen og Costa

Gunnar Reynir Valþórsson

2025-03-07 11:41

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í hádegisfréttum verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en í morgun sat hún fjarfund með æðstu embættismönnum ESB um ástand heimsmálanna.

Leiðtogar Evrópuríkjanna samþykktu í gær stórauka framlög sín til varnarmála og ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu í stríði þeirra við innrásarher Rússa.

Einnig fjöllum við áfram um breytingu á styrkjum til fjölmiðla og ræðum meðal annars við formann Blaðamannafélagsins um þau mál.

Að auki tökum við púlsinn á skjálftavaktinni varðandi Reykjanesið og heyrum í Örnefnanefnd sem hefur skoðanir á nýjum götuheitum í Reykjavík.

Í sportfréttum dagsins verður fjallað um körfuboltaleik á Sauðárkróki og þjálfarabreytingar sem eru í vændum hjá kvennalandsliðinu.

Nafnalisti

  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Reykjanesiðallt skjálftasvæði

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 102 eindir í 5 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.