Þriðjungur telur afsögn Ásthildar Lóu hafa verið rétta ákvörðun
Ástrós Signýjardóttir
2025-04-04 12:52
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, var rétt ákvörðun að mati 74% svarenda í nýrri könnun Maskínu. Þetta kemur fram í frétt á vef Vísis.
26% svarenda segja ákvörðun hennar um afsögn hafa verið ranga.
Í könnuninni var fólk spurt um afstöðu til afsagnar Ásthildar Lóu og hvort því hefði fundist fréttaflutningur um mál hennar hafa verið sanngjarnan eða ósanngjarnan.
55% svarenda finnst fréttaflutningurinn hafa verið ósanngjarn, 30% finnst hann hafa verið sanngjarn og 15% svöruðu því til að hann hefði verið í meðallagi.
Þátttakendur voru einnig spurðir að því hvort að Ásthildur Lóa ætti að segja af sér þingmennsku. 70% svöruðu þeirri spurningu neitandi.
981 tók þátt í könnuninni sem fór fram frá 27. mars til 3. apríl.
Sagði af sér embætti í kjölfar fréttaflutnings
Ásthildur Lóa sagði af sér embætti ráðherra í kjölfar fréttaflutnings af því að hún hefði eignast barn með sextán ára pilti.
„Þetta persónulega mál mitt sem er orðið 35 ára gamalt á ekki að skyggja á þau góðu störf sem ríkisstjórnin er að gera. Þau eru mikilvægari en málefnin sem ég er að vinna að inni í menntamálaráðuneyti, sem ég sé mjög eftir að geta ekki klárað,“ sagði Ásthildur Lóa í viðtali þar sem hún greindi frá afsögn sinni.
Viku áður hafði forsætisráðuneytið fengið upplýsingar um málið frá konu sem misbauð það að Ásthildur Lóa Þórsdóttir væri í embætti barnamálaráðherra.
Ráðherrann hafði samband við konuna, eftir að forsætisráðuneytið hafnaði beiðni hennar um fund.
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 249 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,79.