Kína hefnir tolla og rauðleitir skjáir á mörkuðum
Róbert Jóhannsson
2025-04-04 12:26
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Rauðar tölur voru á nánast öllum skjám evrópskra hlutabréfamarkaða þegar þeir voru opnaðir í morgun, eftir ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að leggja innflutningstolla á nær öll ríki heims. Virði bresku bankanna Barclays og NatWest lækkaði um tíu prósent og heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um tæp sjö prósent, niður í sextíu og fimm og hálfan dollara á tunnu. Það er lægsta verð í nærri fjögur ár.
Kínversk stjórnvöld voru einna fyrst til að leggja hefndartolla á Bandaríkin. Þrjátíu og fjögurra prósenta tollur verður lagður á innflutning á bandarískum vörum til Kína frá og með 10. apríl. Þau ætla einnig að herða eftirlit með útflutningi á sjaldgæfum jarðmálmum sem eru notaðir í læknabúnað og raftæki.
Evrópusambandið íhugar einnig mótaðgerðir gegn Bandaríkjunum vegna tuttugu prósenta innflutningstolla. Maros Sefcovic, yfirmaður milliríkjaviðskipta hjá ESB, ræðir við starfssystkin sín í Bandaríkjunum í dag og líkast til verður beðið með aðgerðir þar til eftir það.
Suðurafrísk stjórnvöld eru æf yfir rúmlega þrjátíu prósenta tolli Bandaríkjastjórnar og segja að öll ríki heims verði að hlíta reglum alþjóðaviðskipta. Endurskipulagningar sé þörf til þess að takast á við ákvörðun Bandaríkjanna. Viðskiptaráðherrann Parks Tau segir að tollarnir hafa veruleg áhrif á viðskiptalíf ríkisins og geri vaxtatækifæri Afríkuríkja að engu.
Nafnalisti
- Barclaysbreskur banki
- Maros Sefcovicvaraforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
- NatWestbreskur banki
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 204 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,68.