Íþróttir

Dregið á morgun um hvort Valur byrji heima eða úti

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson

2025-03-31 09:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Evrópubikarinn er útsláttakeppni frá fyrstu umferð og fram í þá síðustu og fyrirkomulagið er eins í öllum umferðum. Tvö lið eigast við heima og heiman og það lið sem skorar fleiri mörk samanlagt í einvíginu kemst áfram í næstu umferð.

standa aðeins tvö lið eftir og því verður það liðið sem skorar fleiri mörk í úrslitaeinvíginu Evrópubikarmeistari, rétt eins og karlalið Vals varð í fyrra eftir sigur á gríska liðinu Olympiacos.

Leikið aðra og þriðju helgina í maí

Úrslitaleikir Vals og Porrino verða spilaðir aðra og þriðju helgina í maí. Fyrri leikurinn verður annað hvort laugardaginn 10. maí eða sunnudaginn 11. maí og síðari leikurinn helgina á eftir 17. eða 18. maí.

Nákvæmar tímasetningar ættu liggja fyrir á morgun, því þá verður dregið um það hvort Valur spili fyrri eða seinni leik úrslitaeinvígisins á heimavelli.

Porrino endaði í 4. sæti spænsku deildarinnar á síðustu leiktíð, átta stigum frá deildarmeisturum Elche. Í úrslitakeppninni um spænska meistaratitilinn í fyrra komst svo Porrino í undanúrslit en féll þar úr leik fyrir Elche.

Mótherjinn er í 5. sæti á Spáni

Porrino í 5. sæti spænsku deildarinnar á yfirstandandi leiktíð. Porrino-liðið er staðsett í bænum O Porrino í Pontevedra héraði Spánar á vesturströnd landsins, rétt norður af landamærum Portúgals. Íbúar þar eru um 20 þúsund.

Áður en kemur úrslitaeinvíginu á Valur eftir spila gegn Stjörnunni í lokaumferð Olísdeildarinnar á fimmtudaginn. Svo tekur við úrslitakeppnin, þar sem Valur hefur leik í undanúrslitunum sem hefjast 25. apríl.

Sex úr Valsliðinu á leið í HM umspil með landsliðinu

Sex af lykilmönnum Vals munu svo líka spila tvo landsleiki við Ísrael í umspili um laust sæti á HM í lok árs. Ísland spilar báða þessa leiki á heimavelli 9. og 10. apríl.

Valskonurnar í landsliðshópnum eru Hafdís Renötudóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir.

Nafnalisti

  • Elchespænskt lið
  • Elín Rósa MagnúsdóttirValur, 4 leikir og 11 mörk
  • Elísa ElíasdóttirÍBV
  • Hafdís Renötudóttirlandsliðsmarkvörður
  • Lilja Ágústsdóttirlandsliðskona
  • Olympiacosgrískt lið
  • Pontevedraborg
  • Thea Imani Sturludóttirlandsliðskona
  • ValurÍslandsmeistari
  • Þórey Anna ÁsgeirsdóttirStjarnan

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 317 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 94,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,72.