Kynningarfundur um niðurstöður rannsóknar á högum og líðan eldra fólks
Innanríkisráðuneyti
2025-04-04 12:27
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Félagsvísindastofnun hefur að beiðni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins unnið greiningu á högum og líðan eldra fólks hér á landi. Helgi Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun, kynnir niðurstöður greiningarinnar á rafrænum fundi fimmtudaginn 10. apríl kl. 12:00–13:00. Fundurinn fer fram á Teams og er opinn öllum. Ekki er þörf á skráningu og einungis þarf að smella á þennan hlekk til að taka þátt:
Kynningarfundur: Hagir og líðan eldra fólks
Könnunin var gerð frá 4. nóv til 10. des 2024. Um net- og símakönnun var að ræða. Spurt var um almennt heilbrigði, viðhorf til heilbrigðisþjónustu á Íslandi, aðstoð í daglega lífinu, heimaþjónustu, búsetuhagi, atvinnuhag, fjárhag, félagslega virkni, tölvuvirkni og fleira.
Nafnalisti
- Helgi Guðmundssonprófessor emeritus
- Teamssamskiptaforrit
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 112 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,43.