Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon

Boði Logason

2025-04-04 12:52

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Díana Dögg Víglundsdóttir og Einar Hrafn Stefánsson hafa verið ráðin til hugbúnaðarfyrirtækisins Reon.

Í tilkynningu segir Díana Dögg muni leiða sölu á þjónustu og ráðgjafarþjónustu til nýrra og núverandi viðskiptavina félagsins (e. head of sales).

Díana kemur til Reon frá Sýn þar sem hún starfaði við stafræna þróun og vörustýringu síðustu 3 árin meðal annars í vöruþróun á Vísir.is, Já.is, Vodafone og Útvarps og hlaðvarpsveitunni Tal. Áður starfaði hún hjá Arion banka sem vörustjóri Arion appsins og netbanka. Díana hefur einnig starfað við stafræna þróun og vefmál m.a. hjá N1 og Háskóla Íslands, segir í tilkynningunni.

Einar Hrafn verður markaðsstjóri fyrirtækisins og mun leiða stefnu þess í markaðsmálum, auka sýnileika og dýpri tengsl við viðskiptavini.

Einar Hrafn kemur frá Blikk hugbúnaðarþjónustu, þar sem hann stýrði markaðssetningu Blikk greiðslulausnarinnar. Einar er með víðtæka reynslu úr markaðsgeiranum en hann hefur starfað við markaðssetningu hjá Píeta samtökunum, Íslenska dansflokknum og Ölgerðinni, auk þess kenna markaðssetningu og kynningarmál við Háskólann á Bifröst, segir í tilkynningunni.

Einar hefur einnig verið virkur í íslensku tónlistarlífi, bæði sem meðlimur í hljómsveitunum Vök og Hatara og í samstarfi við tónlistarmanninn Bashar Murad.

Nafnalisti

  • Bashar Muradpalestínskur tónlistarmaður
  • Díana Dögg Víglundsdóttirtæknilegur vörustjóri stafrænna dreifileiða sem kynntu fyrirtækið og þá tæknilegu breytingar- og sóknarvegferð sem Sýn er á
  • Einar Hrafn Stefánssonmarkaðs- og kynningarstjóri Píeta samtakanna
  • Píetaá vaktinni til að hjálpa þér að glæða von
  • Reonhugbúnaðarfyrirtæki

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 200 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 77,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,42.