Menning og listir

Stór­stjarnan Limahl mætir í N1 höllina í septem­ber

Nordic Live Events

2025-04-04 10:44

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Einn svakalegasti tónlistarviðburður seinni ára fer fram í N1 höllinni í Reykjavík þann 20. september þegar 80s og 90s tónlist mun hljóma í lifandi útsetningu nokkurra frægra erlendra listamanna, innlendra og erlendra plötusnúða og íslensku hljómsveitarinnar Steed Lord með Svölu Björgvins í fararbroddi.

Þetta verða alvöru tónleikar þar sem þessir frægu tónlistarmenn munu flytja sína stærstu smelli sem við þekkjum svo vel, segir Björgvin Þór Rúnarsson hjá Nordic Live Events sem heldur tónleikana. N1 höllinni verður breytt í alvöru klúbb með tilheyrandi ljósasjóvi, blöðrum og fleira skemmtilegu.

Og þetta eru engir smásmellir heldur mörg af eftirminnilegustu lögum þessara tveggja áratuga. Sjálf stórstjarnan Limahl heimsækir okkur í fyrsta sinn en hann á eitt eftirminnilegasta lag 80s tímabilsins, lagið Never Ending Story úr samnefndri bíómynd auk þess sem hann flytur nokkur lög Kajagoogoo en fyrsta plata sveitarinnar var svakalega vinsæl hér á landi.

Technotronic, Culture Beat, Corona og N-Trance mæta líka í hús. Hver man ekki eftir lögum eins og Pump Up the Jam, Mr. Vain, The Rhythm of the Night og Set You Free? Þetta eru allt lög sem fólk til stökkva út á dansgólfið. Og ekki gleyma The Outhere Brothers með Boom Boom Boom og Don't Stop Wiggle Wiggle. Eins og sjá verður þetta algjör veisla.

Með þeim verða nokkrir erlendis og innlendir plötusnúðar. Þar fyrst nefna Dj Sash! sem er í raun í raun þriggja manna þýskt plötusnúða/tónlistarteymi sem hefur selt yfir 22 milljónir platna. Meðal þekktra laga þeirra Ecuador sem allir á miðjum aldri ættu þekkja.

Síðan bjóðum við upp á tvo frábæra íslenska plötusnúði sem tóku yfir senuna hér á landi á sínum tíma, þá Dadda diskó og Kidda Bigfoot. Rúsínan í pylsuendanum er svo kynnir kvöldsins sem er engin önnur en stuðdrottningin Eva Ruža. Það sér því hver maður þetta er ávísun á ógleymanlega kvöldstund.

Tónlistarviðburðir á borð við þennan, þar sem eldri tónlistarkempur koma fram saman, njóta sívaxandi vinsælda um allan heim, ekki síst í Evrópu og Bandaríkjunum. Hver vill ekki gleyma öllum áhyggjum um stund, leiða hjá sér vandamál heimsins og upplifa aftur áhyggjulausa tíma æskunnar þegar þessi tónlist hljómaði út um allt?

Enda höfum við heyrt af áhuga fjölmargra saumaklúbba, vinahópa og árgangahópa sem ætla sér fjölmenna næsta haust. Ef þetta tekst vel hjá okkur gætum við verið tala um reglulegan viðburð næstu árin.

Miðasala fer fram á midix.is og eru þrjú verð í boði. Í fyrsta lagið er það A svæði sem er gólfið, B svæði er svalirnar á 2. hæð og VIP svæðið er á 3. hæð þar sem ýmislegt er innifalið svo sem opinn bar, léttar veitingar og hittingur og mynd með sumum stjörnum kvöldsins. Það er gaman segja frá því VIP miðarnir hafa fengið mest viðbrögð eftir miðasalan hófst.

Helstu samstarfsaðilar Nordic Live Event vegna tónleikanna eru Bylgjan, Millet og Coca Cola.

Nafnalisti

  • Björgvin Þór Rúnarssoneigandi Nordic Live Event
  • Boom Boom Boom
  • Coca Colagosdrykkjaframleiðandi
  • Coronanafn
  • Culture Beat
  • Daddimikill aðdáandi Kool and the Gang
  • Don't Stop Wiggle Wiggle
  • Ecuadordanslag
  • Eva Ružaáhrifavaldur með meiru
  • Kajagoogoohljómsveit
  • Kiddi Bigfootplötusnúður
  • LimahlChristopher Hamill
  • Milletfranskt vörumerki
  • Never Ending Storykvikmynd
  • Nordic Live Event
  • Nordic Live Eventsviðburðafyrirtæki
  • Steed Lordhljómsveit
  • Svala Björgvinstónlistarkona
  • The Outhere Brothers
  • The Rhythm of the Night
  • Up the Jam
  • You Free

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 498 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 84,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.