Sæki samantekt...
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í dag vegna ferðalangs sem lenti í vandræðum á Langahrygg austan Grindavíkur. Aðgerðin gekk fljótt og vel fyrir sig og maðurinn fannst.
Á för sinni um svæðið rákust björgunarsveitarmenn fyrir tilviljun á annan mann en engin tengsl voru á milli mannanna tveggja.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var báðum var komið í skjól en leiðindaveður var á svæðinu í dag.
Losuðu bíla og heiðinni lokað
Björgunarsveitin Dýri á Þingeyri var þá kölluð út vegna bíls á Dynjandisheiði. Björgunarsveitarmenn fóru yfir heiðina og losuðu bílinn og annan til og heiðinni var lokað í kjölfarið.
Björgunarsveitarmenn vörðu drjúgum parti dagsins á heiðinni en meðal annars fór bíll upp á lokaða heiðina í eftirmiðdaginn.
Byggingarefni fauk í Hafnarfirði
Á höfuðborgarsvæðinu var veðrið ekki mikið skárra en Björgunarsveit Hafnarfjarðar var til að mynda kölluð út á byggingarsvæði við vellina í Hafnarfirði upp úr klukkan fimm í dag þar sem byggingarefnisplötur voru að fjúka.
Þrumur og eldingar
Þrumuveður gekk yfir landið og tugum eldinga laust niður. Gular viðvaranir eru í gildi til 23 á Breiðafirði, til miðnættis á Vestfjörðum og til klukkan tvö í nótt á miðhálendinu.
Gular viðvaranir taka þá gildi í nótt og í fyrramálið. Frá klukkan tvö í nótt á miðhálendinu, þrjú á Norðurlandi eystra, fjögur á ströndum og Norðurlandi vestra og 9 á Vestfjörðum. síðustu viðvaranir falla úr gildi um miðjan dag á morgun.
Nafnalisti
- Dýribjörgunarsveit
- Þorbjörnséð frá hlíðum Sýlingafells
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 238 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 81,3%.
- Margræðnistuðull var 1,58.