Ingibjörg verður landsliðsfyrirliði í næstu leikjum
Jóhann Páll Ástvaldsson
2025-04-02 16:12
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Ljóst er að fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla. Ingibjörg hefur verið varafyrirliði liðsins í þó nokkurn tíma og því eru allar líkur á því að hún leiði íslenska liðið gegn Noregi á föstudaginn.
Ingibjörg fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í júlí 2024 RÚV/Mummi Lú
Glódís missir hins vegar nær aldrei af verkefnum og hefur tekið þátt í öllum landsliðsverkefnum Íslands frá því að hún tók við fyrirliðabandinu. Hún bar fyrirliðabandið fyrst í febrúar árið 2023.
Ingibjörg og Glódís hafa myndað miðvarðateymi Íslands síðustu árin. Ingibjörg hefur leikið 70 landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.
Ísland mætir Noregi 4. apríl klukkan 15:45 á Þróttaravelli. Þá mætir liðið Sviss þriðjudaginn 8. apríl klukkan 16:45.
Báðir leikirnir eru sýndir beint á RÚV.
Nafnalisti
- Glódís Perla Viggósdóttirlandsliðskona
- Mummi Lúljósmyndari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 124 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
- Margræðnistuðull var 1,50.