Vikivaki verður ekki íbúð

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 15:36

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Söluturnum hefur farið fækkandi í Reykjavík á undanförnum árum. Einn af þeim sem enn starfa er Vikivaki á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Er hann til húsa á jarðhæð Barónsstígs 27.

Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrir skömmu var tekin til afgreiðslu fyrirspurn um hvort breyta mætti notkun hæðarinnar úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

Neikvætt var tekið í erindið þar sem breytingin samræmdist ekki aðalskipulagi.

Fram kemur hjá verkefnastjóra skipulagsfulltrúa samkvæmt aðalskipulagi sem í gildi er tilheyri byggingin Barónsstígur 27 borgarhluta 2, miðborg. Húsið við aðalgötu og á hliðarverslunarsvæði. Því gildi um húsið ákvæði um virkar götuhliðar.

Í aðalskipulagi segir m.a. um virkar götuhliðar: Ekki er heimilt breyta núverandi atvinnu- og þjónustuhúsnæði á jarðhæðum í íbúðir.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 127 eindir í 9 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,71.