Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
Ritstjórn mbl.is
2025-04-03 15:35
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Silver Lining, en lagið er fyrsta frumsamda efnið sem tónlistarkonan sendir frá sér síðan Grammy-verðlaunaplatan Bewitched kom út árið 2023.
Um lagið segir Laufey: „Silver Lining er ástarlag um það að geta verið algjörlega frjáls þegar þú verður ástfangin. Allar tilfinningar undir sólinni og jafnvel þótt það leiði þig til helvítis þá ertu allavega með ástvini þínum.“
Í myndbandinu sést Laufey mæta á ævintýralegt grímuball, umkringd litríkum persónum og dansi innblásnum af hinum sögufræga ballett Rite of Spring, áður en veislan breytist hratt í súrrealískt helvíti þar sem Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið sem hún hefur sjálf skapað.
Myndbandinu var leikstýrt af Jason Lester, sem Laufey hefur áður unnið með í myndböndum laganna From the Start og Santa Baby.
Heldur áfram að heilla
Laufey hefur heillað heilu kynslóðirnar með stórbrotnum lögum um ástina og sjálfsuppgötvun á síðustu misserum, með einstakri blöndu klassískrar tónlistar, djass og popps. Hún hefur vakið áhuga á eldri tónlist sem hún dýrkar — allt frá Chet Baker og Carole King til franska tónskáldsins Maurice Ravel — með djörfum og persónulegum túlkunum sem höfða sterkt til yngri hlustenda. Þetta var meðvituð ákvörðun um sjálfskilgreind lífsmarkmið Laufeyjar og það tókst, því út frá þessu varð til töfraheimurinn sem hún kallar „Laufey Land“.
Hún hefur selt upp tónleika í Hollywood Bowl, Radio City Music Hall og Royal Albert Hall í London, komið fram með LA Philharmonic, National Symphony Orchestra og China Philharmonic Orchestra, deilt sviði með tónlistarfólki á borð við Jon Batiste og Raye, og unnið að upptökum með listamönnum á borð við Beabadoobee og Norah Jones.
Það er nóg fram undan hjá Laufeyju en á næstu vikum og mánuðum er hún með tónleika víðs vegar um Bandaríkin.
Nafnalisti
- Beabadoobeekrútt
- Bewitchedplata
- Carole Kinglagahöfundur
- Chet Bakertrompetleikarinn sem Sobral segir sýna mestu fyrirmynd í tónlist
- China Philharmonic Orchestra
- From the Startlag
- Hollywood Bowl
- Jason Lester
- Jon Batistetónlistarmaður
- Laufey Land
- Laufey Lín Bing Jónsdóttirtónlistarkona
- Maurice Ravel
- National Symphony Orchestra
- Norah Jonesbandarísk tónlistarkona
- Radio City Music Hallur
- Rayebresk söngkona
- Rite of Spring
- Royal Albert Hallurbardagakvöld þett sem Brawl in the
- Santa Babyvinsælt jólalag
- Silver Liningveitingastaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 296 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 63,6%.
- Margræðnistuðull var 1,76.