Viðskipti

„Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni“

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-27 16:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, segir ljóst afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum, eins og þá sem stjórnvöld boði með hækkun á veiðigjöldum, þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar.

Engar tilraunir hafa verið gerðar til skoða áhrif þessara skattahækkana á atvinnugreinina og samkeppnishæfni hennar. Hærri skattar á fyrirtæki minnka möguleika þeirra á fjárfesta í betri rekstri og draga úr getu fyrirtækja til gera betur. Þarna eru því áform slátra mjólkurkúnni, segir Stefán í nýbirtri uppgjörstilkynningu Ísfélagsins.

Hann bendir einnig á fyrir liggi sjávarútvegsráðherra ætli fjölga strandveiðidögum upp í 48.

Því hefur verð heitið það verði gert án þess skerða heimildir annarra útgerðaraðila. Gangi þessi áform eftir mun þorskaflinn innan fárra ára aukast langt fram úr veiðiráðgjöfinni og það er ekki farsælt ef markmiðum um sjálfbærar veiðar er varpað fyrir róða.

Hagnaðurinn dróst saman um meira en helming

Tekjur Ísfélagsins drógust saman um tæplega 12% milli ára og námu 23,6 milljörðum króna í fyrra. Félagið segir samdráttinn skýrist mestu leyti vegna aflabrests í loðnu á síðastliðnum vetri og lélegrar makrílveiði í sumar.

Rekstrarhagnaður félagsins lækkaði um 43,6% frá fyrra ári og nam 4,5 milljörðum króna. Hagnaður Ísfélagsins eftir skatta dróst saman um 58,3% milli ára og nam 2,2 milljörðum króna.

Heildareignir Ísfélagsins námu 107,5 milljörðum króna í árslok 2024 og eigið var um 76 milljarðar. Stjórn félagsins leggur til greiddur verði arður fjárhæð 2,1 milljarðar króna vegna rekstrarársins 2024.

Hætta á forskot greinarinnar glatist

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, kynntu á þriðjudaginn frumvarp sem felur í sér töluverða hækkun veiðigjalda. Áformað er lögum um veiðigjöld verði breytt á þann veg reiknistofn fyrir þorsk og ýsu mun miðast við verð á fiskmörkuðum innanlands en fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl verður miðað við markaðsverð í Noregi yfir íslensk veiðitímabil.

Sjá einnig]] Stórauka skattheimtu í sjávarútvegi

Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, ræddi í dag við Eyjafréttir um áform stjórnvalda um hækkun veiðigjalda. Hann segir stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja muni þurfa hugsa alvarlega hvernig uppbygging landvinnslu verði háttað í framtíðinni verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd.

Þar er stóra hættan við missum það forskot sem við höfum haft í samkeppninni, segir Einar í samtali við Eyjafréttir.

Einar telur útfærslu ríkisstjórnarinnar furðulega, þ.e. taka markaðsverð í Noregi og færa yfir á Ísland.

Við erum með kerfi hér þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi. Það hefur verið okkar gæfa, og skilað sér í mikið af fiski er unnið hér meðan mun stærri hluti er fluttur úr landi óunnin t.d. í Noregi. Þar er fiskvinnslan illa stödd og mun minna fjárfest þar í vinnslum, segir Einar við Eyjafréttir.

Ef vinnslan á borga sig og fyrirtækin fjárfesta í þeim gefur það auga leið þær fjárfestingar verða skila góðri afkomu.

Hann gagnrýnir einnig ekki hafi farið fram greining á hvaða áhrif hinar áformuðu breytingar hafi.

Spurður hvaða þýðingu áformaðar breytingar hafi á byggðarlag eins og Vestmannaeyjar, segir Einar það eigi eftir skoða það betur. Honum sýnist þó breytingarnar bitna verr á Vestmannaeyjum en öðrum svæðum.

Ég myndi halda það væri ekki undir einum milljarði og ef vel veiðist t.d. í góðri loðnuvertíð talsvert hærri tala.

Sjá einnig]] Sjávarútvegurinn verði ekki samur

Hann segir stærsta hluta hækkunarinnar á veiðigjöldum verða greiddan af fyrirtækjum úti á landi og það muni m.a. veikja fiskvinnsluna og hugsanlega hafa í för með sér stærri hluti aflans fari óunnin úr landi með tilheyrandi áhrifum á skattspor og útsvar sveitafélaga.

Jafnframt breytingarnar leiða til þess dregið verði úr fjárfestingum og mögulega flýta fyrir samþjöppun í geiranum, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem reka minni fiskvinnslur í minni sveitafélögum.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Einar Sigurðssonfyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem lét af stöfum um mitt ár 2015
  • Hanna KatrínFriðriksson
  • Stefán Friðrikssonframkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 662 eindir í 33 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 29 málsgreinar eða 87,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.