Ráðin að­stoðar­maður borgar­stjóra

Atli Ísleifsson

2025-03-19 09:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Katrín er viðskipta- og markaðsfræðingur með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Katrín hefur stýrt markaðsmálum hjá fyrirtækjum eins og N1, Innnes ehf., Skeljungi og Men & Mice. Frá árinu 2022 hefur Katrín verið framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra.

Katrín hefur hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, segir í tilkynningunni.

Nafnalisti

  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Katrín M. Guðjónsdóttirformaður ÍMARK

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 76 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 66,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.