Óvænt nöfn í landsliðshópi Arnars? - „Finnst að hann ætti að vera en ég held hann verði það ekki“
Helgi Fannar Sigurðsson
2025-03-06 12:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Arnar Gunnlaugsson mun í næstu viku kynna sinn fyrsta hóp sem nýr landsliðsþjálfari Íslands, fyrir leiki í umspili Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó. Þetta var rætt í hlaðvarpinu Dr. Football í dag.
Því var til að mynda velt upp hvort óvænt nöfn gætu komið inn í hópinn fyrir þetta verkefni. Benoný Breki Andrésson hefur til að mynda skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum með enska C-deildarliðinu Stockport, en hann gekk í raðir félagsins frá KR í vetur.
„Haldiði að hann sé inni?“ spurði Hjörvar Hafliðason í þættinum.
„Mér þætti það ekkert óeðlilegt,“ sagði Baldvin Már Borgarson, annar af sérfræðingum hans.
„Mér finnst að hann ætti að vera en ég held hann verði það ekki,“ sagði Sigurður Gísli Bond.
Baldvin telur að það verði hausverkur fyrir Arnar að velja hópinn fyrir komandi leiki og var fleiri nöfnum sem gætu óvænt verið með kastað fram.
„Gísli Gottskálk er leikmaðurinn hans Arnars, hann bjó hann til að miklu leyti. Hann er farinn að spila allar mínútur með Lech Poznan í Póllandi, sem er gott level,“ sagði Baldvin og var Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando í Bandaríkjunum, einni nefndur.
Dr. Football Podcast · Doc Xtra-Loksins skoraði Íslendingur í útsláttarkeppni meistaradeildarinnar í annars viku markvarðanna
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Baldvin Már Borgarson
- Benoný Breki Andréssonsóknarmaður KR komainn í hópnum
- Dagur Dan ÞórhallssonBreiðablik
- Docglæpamaður
- Football@ TrollFootball
- Football Podcast
- Gísli Gottskálk
- Hjörvar HafliðasonDr. Football
- Lech Poznanpólskt stórlið
- Sigurður Gísli Bondsérfræðingur Dr. Football
- Stockportlið
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 215 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
- Margræðnistuðull var 1,59.