Engin merki um gos þótt skjálftum hafi fjölgað
Þórdís Arnljótsdóttir
2025-03-23 12:48
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Jarðskjálftum hefur fjölgað á Sundhnúksgígaröðinni. Síðasta sólarhring hafa orðið þar fleiri en 20 jarðskjálftar og er það meira en síðustu daga. Síðustu vikur hefur skjálftavirkni aukist við Sundhnúk sem bendir til að þrýstingur á gosstöðvunum sé að aukast. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þótt skjálftar séu fleiri síðasta sólarhring séu engin merki um að kvikuhlaup sé að hefjast. Rúmmál kviku undir Svartsengi hefur ekki verið meira síðan goshrinan hófst í desember 2023.
Sundhnúksgígaröðin RÚV/Ragnar Visage
Nafnalisti
- Ragnar Visageljósmyndari RÚV
- SundhnúksgígaröðinSvæði 3
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 80 eindir í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,61.