Heilsa og lífsstíll

Sonurinn opnar sig um mál for­eldranna

Jón Þór Stefánsson

2025-03-23 12:49

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sonur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist stoltur af því hvernig móðir hans hefur tekist á við málið sem hefur orðið til þess hún sagði af sér.

Þór Símon Hafþórsson, er blóðsonur Ásthildar og Eiríks Ásmundssonar, en hann fæddist eftir foreldrar hans kynntust í trúarhópnum Trú og líf, en þá var Eiríkur enn á táningsaldri. Hann tjáir sig um málið í Facebook-færslu.

Áður en ég byrja vil ég þakka öllum þeim sem hafa sent mér skilaboð, hringt eða bara hugsað til mín og fjölskyldu minnar síðustu daga. Það hefur verið ómetanlegt finna fyrir þeim stuðningi á erfiðum tímum.

Ég er ótrúlega stoltur af því hvernig mamma hefur tekist á við þessar aðstæður, eins og ég hef alltaf verið stoltur af henni. Hvernig hún barðist með kjafti og klóm fyrir mig og mína vellíðan þegar ég lenti í einelti í grunnskóla. Hvernig hún barðist fyrir húsinu okkar og aleigu eftir hrun gegn ofurefli og gafst aldrei upp. Hvernig hún hlífði mér og bróðir mínum fyrir öllu gríðarlegu stressinu sem fylgdi á þeim tíma. Hvernig barátta leiddi hana í berjast fyrir aðra sem höfðu lent í sömu klóm og hún í gegnum Hagsmunasamtök heimilanna og lokum hvernig barátta leiddi hana á þing og lokum í ráðherrastól fjórum árum síðar. Hún hefur alltaf verið frábær mamma, staðið sig mjög vel sem þingmaður og síðan ráðherra þótt í því embætti hafi hún fengið alltof stuttan tíma til sanna sig.

Ég er ákaflega stoltur af því hvernig hún bar sig í sjónvarpsviðtalinu þar sem hún sagði af sér á fimmtudag. Sjálfur var ég hrein og bein tilfinningahrúga og hefði vafalaust ekki komið út úr mér einu orði í sjónvarpsviðtali án þess brotna niður. Í mínum huga er hún algjör ofurhetja. Ég er, og mun alltaf vera, stoltur af því vera sonur hennar.

En vegna fréttaflutnings á fimmtudag og þá sérstaklega vegna þess hvernig þær fréttir voru framsettar er búið gera þetta stolt mitt tortryggilegt í augum almennings. Dómharkan sem ég hef orðið var við þrátt fyrir hafa forðast eftir bestu getu alla frétta- og samfélagsmiðla frá því á fimmtudag var viðbúin en er engu að síður sorgleg. Af því sögðu er ég hins vegar gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hún og ég og aðrir í fjölskyldunni höfum fengið.

En staðreyndir eru mikilvægar í málum sem þessum og þeirra gætt í jafn viðkvæmum persónulegum málum í fréttum. mínu mati hefur það ekki verið gert þar til yfirlýsing mömmu minnar var birt. En skaðinn var þá þegar skeður. Fyrstu fréttir af þessu máli voru fullar af rangfærslum sem voru til þess fallnar mála mömmu mína upp sem eitthvað skrímsli. Rangfærslur sem hefði auðveldlega verið hægt komast hjá ef mamma mín hefði fengið færi á benda á þær fyrir birtingu fréttarinnar. Ég er ekki fara fram á þessi frétt hefði ekki verið birt yfir höfuð heldur einungis vandaðra vinnubragða þar sem gætt var hennar hliðar á málinu. Áherslur í fyrstu fréttum báru þess merki það var ekki gert og í þeim fólst því fordæming og dómur byggður á einhliða upplýsingum.

Fullyrðingar um mamma mín hafi verið leiðtogi eða leiðbeinandi innan safnaðirns voru rangar. Aldur blóðföðurs míns var einnig námundaðar niður í aldurinn þegar þau hittust fyrst en ekki þegar þau áttu í sambandi og sérstaklega var tekið fram ef þetta samræði hefði átt sér stað í dag væri það ólöglegt. Aldur mömmu hefur að sama skapi verið námundaður upp í aldurinn þegar hún eignaðist mig, þegar sambandið var fyrir löngu búið. Þess var einnig ekki gætt eða lögð á það nein sérstök áhersla samkvæmt lögum landsins fyrir 36 árum þegar þetta samband átti sér stað var blóðfaðir minn löglega orðinn fullorðin og sams konar sambönd voru ekki óalgeng þá og ekki álitin hneykslanleg eins og þau eru í dag.

Við getum auðveldlega hrisst hausinn í dag, 36 árum síðar, og spurt hvað var hún spá? En veruleiki hennar og blóðföður míns var allt annar þá en hann er í dag. Mér finnst það vera gríðarlega mikilvægt í öllu samhengi málanna. Fram til 1996 hafði sjáflræðisaldurinn á Íslandi verið sami í um 700 ár. Samfélagið og gildismat okkar hefur þannig tekið stökkbreytingum á síðustu áratugum. mínu mati er ósanngjarnt ætla styðjast við nútíma viðhorf og lög yfir atburði sem gerðust fyrir bráðum fjörutíu árum.

Hvað meinta tálmun varðar þá finnst mér þær fullyrðingar í besta falli hlægilegar. Það er ekki við mömmu mína sakast ég hafi ekki átt samband við blóðföður minn á bernskuárunum og hvað þá núna þegar ég er fullorðinn maður. Það var aldrei neinn feluleikur í kringum faðerni mitt. Mamma sagði mér frá honum þegar ég var pínulítill.

Ég man eftir hafa hitt hann einu sinni þegar ég var sirka 8 ára og sýndi honum Fifa 98 leikinn minn. Í stað þess slá því fram hann hafi einungis fengið tvær klst á mánuði með mér sem, eins og marg ítrekað var í fréttinni fréttinn samsvari 24 klukkustundum á ári hefði kannski verið vert spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér? Þau skipti er hægt telja á fingrum annarar handar. Einnig vil ég benda á mamma mín hefur aldrei, ekki í eitt einasta skipti, talað illa um eða niður til blóðföðurs míns í mín eyru. Hvorki þegar ég var lítill eða þegar ég tjáði henni ég væri fara hitta hann þegar ég var orðinn fullorðinn.

Ég og blóðfaðir minn hittumst fyrir tilviljun sumarið 2009 þegar hann kom á þáverandi vinnustað minn til setja upp fiskabúr. Hann kynnti sig, við mæltum okkur mót og áttum eina góða kvöldstund saman þar sem ég hitti konu hans og hálf-systkini mín og er það góð minning. Hann lagði inn á mig pening einhverjum mánuðum síðar til styrkja mig á meðan ég var í námi erlendis og ég þakkaði honum fyrir það með skilaboðum á Facebook. Það voru síðustu samskipti okkar, það er að segja fyrir fimmtán árum.

Það er einnig vert taka sérstaklega fram þessi hittingur kom til vegna ótrúlegrar tilviljunar en ekki vegna þess hann leitaðist eftir því af fyrra bragði hitta mig. En síðan þá hefur ekkert stoppað hann nema hann sjálfur hafa samband, hafi hann raunverulegan vilja til eiga frekari samskipti við mig. Og ef ég á vera alveg hreinskilinn þá hef ég aldrei haldið því gegn honum eða pælt neitt mikið í því fyrr en ég las um mamma mín hefði samkvæmt honum tálmað hann og haldið mér frá honum.

Með því benda á þetta vil ég ekki mála blóðföður minn upp sem vonda manneskju. Ég hitti fjölskyldu hans fyrir 16 árum og þau voru yndisleg. Það var, að minnsta kosti þangað til á fimmtudag, einungis góð minning. Staðan er hins vegar þannig núna búið er draga mig, fjölskyldu mína og blóðföður minn inn í fjölmiðlastorm. Og það vill því miður svo til hann er af því er virðist, ef svo orði komast, í hinu liðinu.

Ég eignaðist minn pabba, Hafþór Ólafsson, í kringum eins árs aldurinn. Ef einhver spyr mig hver pabbi minn er þá er það hann og enginn annar. Ég gæti ekki hafa óskað mér betri pabba en hann. Skortur á sambandi við blóðföður minn hefur því aldrei hvílt á mér neinu leyti þangað til á fimmtudaginn og þá því miður vegna tilvistar hans frekar en fjarveru.

Ef einhverjir fjölmiðlar eru velta fyrir sér óska eftir viðtölum við mig um mín einkamál geta þeir algerlega sleppt því. Ég er, var og verð ánægður með samband mitt við foreldra mína Ástu Lóu og Hafþór og hef engu við það bæta.

Fréttin verður uppfærð.

Nafnalisti

  • Ásta Lóa
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Eiríkur Ásmundsson
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Fifaalþjóða knattspyrnusamband
  • Hafþór Ólafssonsöluráðgjafi hjá Exton eh
  • Þór Símon Hafþórsson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1377 eindir í 63 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 54 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.