„Mjög skýrt að Evrópa mun ekki bakka“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-27 16:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þetta er í rauninni í fyrsta skipti sem allir þessir aðilar hittast á svona fundi í tengslum við Úkraínu og öryggismál í Evrópu. Það hafa verið þó nokkuð margir tæknilegir fundir með sérfræðingum úr ráðuneytum og ríkisstjórnum en það er talið líka mjög nauðsynlegt samræma líka pólitísku skilaboðin, segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is.

Hún sótti í dag leiðtogafund um málefni Úkraínu í París. Þar komu saman leiðtogar 27 Evrópuríkja og ræddu áframhaldandi stuðning við Úkraínu, viðræður um vopnahlé og hvernig tryggja megi frið og öryggi í Úkraínu til frambúðar.

Kannski líka koma því til skila núna, þrátt fyrir það hafi verið miklar umræður um vopnahlé og samningaviðræður séu farnar af stað, þá er vopnahlé ekki í höfn. Þess vegna erum við enn þá á þeim stað þurfa bæði skapa þrýsting á Rússa og styrkja Úkraínu í aðdraganda þess vopnahlé vonandi næst, segir Kristrún jafnframt.

Gert kleift styrkja eigin framleiðslu

Á fundinum kom það skýrt fram ekki verður bakkað með viðskiptaþvinganir gegn Rússum, af hálfu Evrópuþjóða, og haldið verður áfram styrkja Úkraínumenn til gera þeim kleift framleiða vopn innanlands.

Lykilskilaboðin sem koma út úr fundinum eru tvíþætt er varðar það markmið vopnahlé náist. Annars vegar setja áfram þrýsting á Rússa með áframhaldandi viðskiptaþvingunum og það mjög skýrt Evrópa mun ekki bakka. Þessar þjóðir sem voru þarna við borðið, munu ekki bakka með viðskiptaþvinganir.

Síðan halda áfram styrkja Úkraínu í núverandi baráttu, á meðan er verið vinna í vopnahléi. Þar er fólk sammála um það þurfi styrkja Úkraínumenn sjálfa, auka framlög til varnarmála inni í Úkraínu til gera þeim kleift styrkja eigin framleiðslu, til mynda á vopnum og varnarþáttum. Þetta er mikilvægt komist til skila, segir Kristrún.

Styrkja vopnaframleiðslu og jarðsprengjuleit

Hvað varðar þátt Íslands segir hún fundi sem þessa líka til þess samræma og tryggja fólk vinna þeim þáttum þar sem styrkur hvers lands fær njóta sín.

Við höfum rætt um það viðbótarfjármagn sem við ætlum leggja til Úkraínu, það fari í þætti sem við vitum hentar Úkraínu mjög vel. Það er þetta danska módel, sem snýst um styrkja vopnaframleiðslu í Úkraínu. Síðan er það áframhaldandi jarðsprengjuleit og eyðing. Síðan er verið skoða aðra skipulagða aðkomu og verkefni annarra ríkja sem við tökum þátt í, segir Kristrún.

Þannig það segja þetta svona verið þétta raðirnar varðandi styrkingu Úkraínu til skamms tíma og þrýstingur og reyna veikja Rússana og vinna hvar fólk á heima í þessum pökkum, bætir hún við.

Þá hafi það verið skýr skilaboð frá Íslandi, sem fleiri hafi tekið undir, um vinna verði þessu markmiði með NATO og Bandaríkjunum. Evrópa fari ekki ein í þessa vegferð. En Kristrún hefur haldið þeim skilaboðum á lofti á öllum þeim fundum sem hún hefur átt.

Við erum náttúrulega NATO-ríki í grunninn og þaðan sækjum við okkar varnir og eins í gegnum tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og við auðvitað viljum vera þétt með Evrópu þegar Evrópa er þjappa sér saman. En Evrópa er þjappa sér saman til verða sterkari bandamaður með NATO, innan NATO og Bandaríkjunum. Þannig þetta er ekki annað hvort eða.

Talað um Evrópa væri komin aftur

Kristrún segir hljóðið í leiðtogunum á fundinum mörgu leyti hafa verið gott þó fólk hafi áhyggjur af ástandinu, enda hafi orðið miklar hreyfingar í alþjóðamálum á mjög skömmum tíma.

En fólk er líka ánægt með, og það var talað um Evrópa væri komin aftur. Það er að segja þessi lönd sem þarna eru og lönd sem hafa átt samband inn í álfuna, eru þétta sig mjög hratt. Það er mikið búið gerast á örfáum vikum og það sýnir sig þessi lönd geti unnið vel saman. Það geti orðið verulegar stefnubreytingar í stjórnmálum þessara landa, eins og við sjáum með auknum varnarframlögum.

Ljóst aukinn kraftur kominn í þær þjóðir sem komu saman á fundinum í dag og meiri meðvitund um samkeppnishæfni álfunnar.

Ég heyrði það frá Evrópusambandinu, þau eru mjög meðvituð um samkeppnishæfni álfunnar er líka öryggismál. Þannig þau eru líka farin horfa á efnahagslegu hliðin á þessu og mörg af löndunum sem standa fyrir utan ESB þau eru meðvituð um þetta er mjög mikilvægt.

Nafnalisti

  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • NATO-ríkiaðili

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 799 eindir í 36 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 33 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.