Stjórnmál

Rekinn fyrir líkingu við nasistasamning

Ritstjórn mbl.is

2025-03-06 12:20

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Nýsjálensk stjórnvöld hafa rekið helsta erindreka sinn gagnvart Bretlandi, Phil Goff, fyrir líkja friðarumleitunum í stríði Úkraínumanna og Rússa við Münchenarsamninginn milli Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands sem undirritaður var í september 1938 og var ætlað finna lausn á deilu ríkjanna um Súdetaland í Tékkóslóvakíu sem Þjóðverjar gerðu tilkall til.

Rifjaði Goff gagnrýni Winstons Churchills, forsætisráðherra Bretlands meðal annars árin 1940 til 1945, upp þar sem erindrekinn var staddur á samkomu í London á þriðjudaginn og kvað Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa minnt á þessa gömlu gagnrýni ráðherrans sem árið 1938 gagnrýndi sitjandi forsætisráðherra, Neville Chamberlain, harðlega fyrir hafa ritað undir Münchenarsamninginn.

Trump hefði vissulega minnt á orð Churchills, en haldið þið hann skilji í raun söguna? spurði Goff í framhaldinu og átti þá við Trump.

Bar ákvörðun sína ekki undir forsætisráðherra

Segir nýsjálenski utanríkisráðherrann Winston Peters ummæli Goffs gríðarleg vonbrigði og endurspegli þau hvergi skoðanir nýsjálenskra stjórnvalda, en líking Goffs er sprottin af þeirri ákvörðun Trumps stöðva hernaðarstuðning við Úkraínu, að minnsta kosti draga úr honum, í kjölfar orðasennu þeirra Volódimírs Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu á föstudaginn, sem vakti heimsathygli.

sem gegnir þessari stöðu er fulltrúi stjórnvalda og þeirra stefnumörkunar, honum er ekki ætlað setja fram eigin skoðanir, hann er andlit Nýja-Sjálands, segir Peters um framgöngu Goffs.

Peters gegnir einnig stöðu aðstoðarforsætisráðherra Nýja-Sjálands og kveðst hann hafa tekið ákvörðunina um láta Goff fara án þess bera hana undir Christopher Luxon forsætisráðherra fyrst. Þegar blaðamenn bentu Peters á Luxon væri þjóðhöfðingi Nýja-Sjálands svaraði hann einfaldlega: Ég veit hann er forsætisráðherra, ég geri hann forsætisráðherra.

Fulltrúar Tékkóslóvakíu voru ekki viðstaddir undirritun Münchenarsamningsins 30. september 1938 og kölluðu samninginn því almennt Münchenartilskipunina, en Súdetaland var Tékkóslövum mikilvægt þar sem stór hluti iðnaðar landsins átti sér þar rætur. Fjallgarðar umhverfis það mynduðu hins vegar eins konar náttúrulega vörn gagnvart Þýskalandi sem var það sem nasistaleiðtoginn Adolf Hitler gat illa hugsað sér, enda hugði hann á sókn í austurátt er hann hóf síðari heimsstyrjöldina haustið 1939.

BBC

The Guardian

Al Jazeera

Nafnalisti

  • Adolf Hitlernasistaforingi
  • Christopher Luxonformaður nýsjálenska Þjóðarflokksins
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Neville Chamberlainforsætisráðherra Bretlands
  • Phil Goffborgarstjóri Auckland
  • Volódimírs Selenskís
  • Winston Peterutanríkisráðherra Nýja-Sjálands
  • Winstons Churchillsþáverandi forsætisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 360 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 84,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,90.