Um 1.700 látnir eftir jarðskjálftann – stórir eftirskjálftar mælast

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

2025-03-30 09:50

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Um sautján hundruð hafa fundist látin í Mjanmar eftir jarðskjálfta af stærðinni sjö komma sjö á föstudag. 300 manns er enn saknað. Eftirskjálfti af stærðinni 5,1 varð í morgun.

Yfirmaður hersins í Mjanmar upplýsti forsætisráðherra landsins um tölu látinna í símtali. Hann sagði um 3.400 slasaða eftir jarðskjálftann á föstudag og varaði við því enn fleiri gætu fundist látnir.

Björgunarsveitir leita í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum. Í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar, sem er nærri upptökum skjálftans, bárust fréttir af því slökkvilið hafi bjargað 29 úr rústum fjögurra blokka sem kallast Sky Villa. Níu lík hafa einnig fundist.

Í gær var konu bjargað úr húsarústunum eftir hafa verið föst þar í um 30 klukkustundir. Talsmaður Rauða krossins sagði við AFP-fréttaveituna allt 90 manns gætu enn verið föst í rústunum.

Í Bangkok í Taílandi, nágrannaríki Mjanmar, hafa sautján hið minnsta fundist látin, í háhýsi sem hrundi í skjálftanum, hafa ellefu fundist látin. 83 er saknað í borginni eftir skjálftann.

Eftirskjálftar hafa einnig orðið í kjölfar stóra skjálftans og í morgun varð skjálfti af stærðinni fimm komma einn tæplega þrjátíu kílómetra norðvestur af Mandalay. Annar skjálfti af stærðinni fjórir komma tveir mældist um miðnætti.

Nafnalisti

  • Mandalayborg
  • Sky Villa

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 213 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,88.