Heilsa og lífsstíll

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle - „Hver gerir svona?“

Fókus

2025-03-11 12:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hertogaynjan Meghan Markle er óvinsæl meðal Breta. Það fer ekki á milli mála þegar fréttir bresku götublaðanna eru skoðaðar en þar virðist ríkja vinnuregla birta minnst eina neikvæða frétt um Markle í hverri viku. Henni tókst enda móðga Breta hressilega þegar hún lýsti því yfir það væri hreinlega óbærilegt gegna konunglegum störfum fyrir bresku krúnuna og flutti með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, til Bandaríkjanna.

Þetta viðhorf hefur svo smitast yfir til Bandaríkjanna en þar hafa nágrannar hertogahjónanna kvartað undan þeim og meira að segja Donald Trump hefur kallað Markle hræðilega eiginkonu.

greina götublöðin frá því Markle hafi gróflega misboðið áhorfendum nýrra matreiðsluþátta sinna. With Love Markle. Áhorfendur hafa bent á í þriðja þættinum megi sjá hertogaynjan geymir hráa kjúklingaleggi í ísskáp sínum beint við hliðina á salati. Þetta misbauð fólki sem benti á smithættuna sem fylgir hráum kjúkling og því eigi alls ekki geyma hann svo nærri fersku grænmeti. Kjúklingaleggirnir voru hvorki í boxi plasti heldur var raðað beint á hillu.

Hvers vegna geymir Meghan Markle hráa kjúklingaleggi við hliðina á salatinu? spurði einn á samfélagsmiðlinum X. Annar skrifaði: Ég held þetta myndi Gordon Ramsey kalla smithættu.

Annar kallaði ísskáp Markle salmonelluhöllina og enn einn sagði: Jeminn, það er allt smitað af hráum kjúklingi. Hver gerir svona? Feginn þurfa aldrei borða kvöldmat hjá henni.

GB News greinir þó frá því þarna hafi hertogaynjan verið höfð fyrir rangri sök. Kjúklingaleggirnir höfðu nefnilega verið eldaðir hluta áður en þeim var komið fyrir í ísskápnum. Áhorfendur höfðu þó ekki lokið sér af því næst gagnrýndu þeir hvernig Markle eldar pasta. Hún setti spaghetti í pott, hellti þremur bollum af sjóðandi vatni yfir og setti svo lokið yfir.

Um þetta sagði einn: Netflix hefur borgað fúlgur fjár bara til sýna okkur Megham Markle kann ekki sjóða pasta. Eins þótti áhorfendum hún ofelda pastað og rétturinn væri móðgun við Ítali.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Gordon Ramseystjörnukokkur
  • Harry Bretaprinshertogahjónin
  • Megham Markle
  • Meghan Marklehertogaynja af Sussex
  • News@ enews
  • With Love Markle

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 351 eind í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 78,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.