Breiðablik er meistari meistaranna
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-30 20:19
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Íslandsmeistarar Breiðabliks sigruðu deildarmeistara KA, 3–1, í meistarakeppni KSÍ í dag. Keppnin er haldin ár hvert og Breiðablik eru meistarar meistaranna árið 2025. Það má segja að veðurskilyrði dagsins hafi verið erfið en leikmenn spiluðu undir ómi þruma og svo rigndi og snjóaði til skiptis, þó sást til sólar um stutt skeið.
Breiðablik átti nokkur færi í upphafi leiks en KA varðist vel. Þá átti Breiðablik hornspyrnu á 31. mínútu sem endaði með sjálfsmarki Norðanmanna. KA-maðurinn Hans Viktor Guðmundsson skallaði boltann þá í eigið mark og Breiðablik var komið yfir, 1-0. Ekki leið á löngu þegar Breiðabliki var dæmt víti en á 34. mínútu. Úr því skoraði Höskuldur Gunnlaugsson og tvöfaldaði þar með forystu Breiðabliks. Tvö mörk á stuttum tíma komu KA úr jafnvægi, það nýtti Breiðablik og ekki leið á löngu þar til þriðja markið kom.
Mummi Lú
Þriðja mark Kópavogsmanna skoraði hinn danski Tobias Bendix Thomsen eftir að hafa hótað því í nokkur skipti.
Breiðablik mætti með gott forskot í seinni hálfleik. Breiðablik komst í dauðafæri á 49. mínútu en Steinþór Már Auðunsson, markmaður KA, varði. Undir lok leiksins skoraði Ásgeir Sigurgeirsson sárabótamark fyrir KA. Lokatölur urðu 3–1, fyrir Breiðablik sem fagnaði sigri í meistarakeppni KSÍ 2025.
Nafnalisti
- Ásgeir Sigurgeirssonskotíþróttamaður
- Hans Viktor GuðmundssonFjölnir
- Höskuldur Gunnlaugssonfyrirliði
- KA-maðurinnBjarni Aðalsteinsson
- Mummi Lúljósmyndari
- Steinþór Már AuðunssonStubbur
- Tobias Bendix
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 217 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 86,7%.
- Margræðnistuðull var 1,73.