Sæki samantekt...
„Fyrir 15 árum var næstum ekkert hérna þótt möguleikarnir væru mjög miklir en nú er þróun ferðaþjónustu komin vel í gang, sem er frábært,“ sagði Mads Daniel Skifte, viðskiptastjóri hjá Visit Nuuk í viðtali við Hallgrím Indriðason, fréttamann sem var í Nuuk á dögunum.
Skifte sagði þessi umskipti hafa verið mest á síðustu fjórum til fimm árum. Það sjáist helst í í fjölgun fyrirtækja i ferðaþjónustu. „Helsta nýjungin undanfarin þrjú til fjögur ár er æðarfuglaveiðar að vetri. Einnig er mikið um rjúpnaveiði meðal heimamanna en við förum líka með ferðamenn í rjúpnaveiðiferðir.“
Skifte sagði að bæði ferðaskrifstofurnar og hótelin hafi orðið varar við aukinn áhuga eftir að nýr flugvöllur var tekinn í notkun í Nuuk í haust. Meira sé pantað yfir sumartímann en áður var mest að gera á vorin og haustin. Að auki sé mun meira um tengiflug til annarra staða. Svo bætist við beint flug til New York á næstunni en Skifte segir áhugann hafa snaraukist þegar tilkynnt var um það.
„Á tveggja mánaða tímabili komu rúmlega 400.000 og heimsóttu vefsíðuna okkar, sem er afbragðsgott.“
Skifte segir þetta ekki tengjast áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, áhuginn hafi byrjað fyrr. Hann býst við fjölgun ferðamanna í Nuuk í sumar en stefnir að því að fá fleiri til að fara víðar um strendur landsins.
„Við sjáum að bátaeigendur frá nágrannabæjunum, ferðabátaeigendur, hafa einnig fjárfest þó nokkuð því þeir búast við viðskiptum frá Nuuk. Það er mjög gott ef það gerist með þessum hætti. Þetta verður spennandi.“
Nafnalisti
- Hallgrímur Indriðasonfréttamaður RÚV
- Mads Daniel Skifte
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 269 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,74.