Leiðtogi Írans vill ekki semja við Trump

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-03-09 05:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ali Khamenei, æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Íran, hefur ekki áhuga á semja við Bandaríkin um írönsku kjarnorkuáætlunina. Hann telur Bandaríkin ekki hafa áhuga á leysa nein vandamál, aðeins á vilja sínum framgengt.

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í viðtali við Fox Business á föstudaginn hann hefði sent írönskum stjórnvöldum bréf þar sem hann bauð upp á samningaviðræður og sagði hinn kostinn vera stríð. Þá sagði hann það myndi reynast Íran mun betur semja og Íran mætti ekki komast yfir kjarnorkuvopn.

Íran gerði áður samning við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuáætlun þeirra árið 2015, í stjórnartíð Baracks Obama. samningur fól í sér takmarkanir á kjarnorkuáætlun landsins í skiptum fyrir ýmsum viðskiptaþvingunum gegn landinu var aflétt. Donald Trump dró stuðning Bandaríkjanna við samninginn til baka á fyrra kjörtímabili sínu árið 2018 og setti viðskiptaþvinganir aftur á Íran. Tilraunir Joe Biden til koma samkomulaginu aftur í gildi á kjörtimabili sínu báru ekki árangur.

Í gær sagðist stjórn Írans ekki hafa fengið neitt bréf frá Trump en Khamenei tjáði sig þó um möguleikann á samningaviðræðum við hóp af embættismönnum, án þess nefna Bandaríkin á nafn. Sumar eineltisstjórnir krefjast samningaviðræðna, sagði hann.

En samningaviðræður þeirra snúast ekki um leysa vandamál, heldur um knésetja og vilja sínum framgengt. […] Fyrir þeim eru samningaviðræður bara verkfæri til koma með nýjar kröfur. Málið snýst ekki bara um kjarnorkumál, heldur koma þeir með nýjar væntingar sem Íran mun sannarlega ekki koma til móts við.

Í andsvari sínu til Trumps lagði Khamenei áherslu á á kjörtímabili Hassans Rouhani Íransforseta hefði Íran haldið áfram umbera gamla samkomulagið í eitt ár áður en ríkið dró einnig stuðning sinn við það til baka með lagafrumvarpi árið 2019.

Nafnalisti

  • Ali Khameneierkiklerkur
  • Baracks Obamafyrrverandi forseti Bandaríkjanna
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Hassans Rouhaniforseti
  • Joe Bidenfyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 307 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.