Auglýsingakostnaður Katrínar meiri en allt framboð Höllu T

Ragnhildur Helgadóttir

2024-09-06 12:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til forseta var meira en helmingi dýrara en Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Athygli vekur Katrín eyddi hærri fjárhæð í auglýsinga- og kynningarkostnað einn og sér en Halla í allt framboð sitt. Katrín keypti auglýsingar fyrir 26,5 milljónir. Framboð Höllu eyddi í heild sinni rétt um 26 milljónum og þar af fóru 18,8 milljónir í auglýsingar.

Þetta sjá á ársreikningum forsetaframboðanna sem birt hafa verið á vef Ríkisendurskoðunar.

Halla sótti hærri fjárhæð en Katrín til lögaðila. Hún tók við 12,1 milljón króna í framlög frá lögaðilum í kosningabaráttu sinni. Katrín Jakobsdóttir fékk 8,6 milljónir frá lögaðilum.

Gríðarlegar tekjur framboðs Katrínar, sem kostaði 57,3 milljónir, skýrast af miklum framlögum einstaklinga. Samkvæmt reikningsskilum framboðsins fengust tæpar 41,6 milljónir í framlög frá einstaklingum.

Frambjóðendurnir tveir létu svipaða upphæð renna til eigins framboðs. Halla lagði til 3,54 milljónir og Katrín 3 milljónir.

Katrín skrifaði á Facebook-síðu sína einstaklingarnir sem styrktu framboðið hafi verið um 1100. Algengasta framlagið hafi verið 10.000 krónur.

Samkvæmt rekstrarreikningi framboðs Höllu var hverri einustu krónu eytt í framboðið. Katrín stóð hins vegar uppi með tæpar 280 þúsund krónur. Hún skrifar á Facebook fjárhæð verði látin renna til góðgerðarmála á næstunni.

Framboð Katrínar tvöfalt dýrara en næst dýrasta framboðið

Í aðdraganda forsetakosninganna spurði Heimildin frambjóðendurna hvað þeir áætluðu framboð þeirra myndu kosta. Katrín giskaði á hún myndi eyða um 40 milljónum í kosningabaráttuna.

Halla Tómasdóttir, Baldur Þórhallsson og Halla Hrund Logadóttir giskuðu öll á kosningabaráttur þeirra kostuðu um 20 milljónir króna.

Nafnalisti

  • Baldur Þórhallssonprófessor í stjórnmálafræði
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu
  • Halla Hrund Logadóttirorkumálastjóri
  • Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
  • Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra og formaður Vinstri grænna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 251 eind í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,56.