Erfitt að átta sig á á­formum Trumps

Bjarki Sigurðsson

2025-03-30 20:19

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti hins vegar ólíkindatól þannig erfitt átta sig á raunverulegum framtíðaráformum.

Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla taka og í gær sagði forseti landsins Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka það verði gert með valdi.

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem finna á eyjunni.

Síðan kemur þeim yfirlýsingum forsetans, sem þú varst vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti, segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra.

Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga.

Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem hann er og , því miður verður maður segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem við blasir.

Það ekki rétta leiðin heimta Grænland og taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang eyjunni.

Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap, segir Albert.

Nafnalisti

  • Albert Jónssonsérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi
  • Donald Trump Bandaríkjaforsta
  • Harry Trumanþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • JD Vance
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 359 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 94,4%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.