Mercedes-Benz lendir í tollum þrátt fyrir bandaríska framleiðslu
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-04-01 16:47
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Þrátt fyrir umfangsmiklar fjárfestingar í bandarískri framleiðslu stendur Mercedes-Benz nú frammi fyrir verulegum skakkaföllum vegna nýrra tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á innflutta bíla og bílavarahluti.
Tollarnir, sem taka gildi þann 3. apríl, munu nema 25% á bifreiðar og hluti frá Evrópu, og gætu kostað Mercedes allt að 1,7 milljarða dollara á þessu ári, sem jafngildir um 14% af væntum rekstrarhagnaði fyrirtækisins.
Mercedes framleiðir vinsælu jeppana GLE og GLS í Tuscaloosa í Alabama, en þar sem verulegur hluti íhlutanna kemur enn frá Evrópu munu tollarnir einnig ná til þessara bandarísk-framleiddu ökutækja.
Um tveir þriðju hlutar bíla sem Mercedes seldi í Bandaríkjunum í fyrra voru að fullu innfluttir frá Evrópu.
Verksmiðjan í Tuscaloosa, sem opnaði árið 1997, hefur verið mikilvæg miðstöð fyrir útflutning Mercedes-jeppa, ekki síst til Kína sem hefur nú þegar gripið til mótaðgerða með auknum tollum á bandaríska bíla.
Ola Källenius, forstjóri Mercedes-Benz, hefur hvatt til þess að tollar verði lækkaðir niður í núll beggja vegna Atlantshafsins til að tryggja jafnvægi í viðskiptum.
Sérfræðingar telja þó að nýju tollarnir geti frekar ýtt undir aukna staðbundna framleiðslu til langs tíma, þó að slík breyting muni taka langan tíma og fela í sér mikinn kostnað fyrir fyrirtæki eins og Mercedes.
Sjá einnig]] Hlutabréf Mercedes og Porsche taka dýfu
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- GLEsportjeppi
- GLSlúxussportjeppi
- MercedesFinninn Valtteri Bottas sem var annar
- Mercedes-Benzstærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum
- Ola Källeniusforstjóri Daimler og Mercedes-Benz
- Tuscaloosaborg
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 221 eind í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 75,0%.
- Margræðnistuðull var 1,85.