Vægari dómur fyrir að myrða konu í heimahúsi en úti á götu

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 13:19

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Átakið Á allra vörum stendur fyrir sinni tíundu landssöfnun og í ár er kastljósinu beint byggingu nýs Kvennaathvarfs. Í Dagmálum ræða þær Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir um átakið í ár en þær hafa staðið á bak við átakið ásamt Gróu Ásgeirsdóttur frá árinu 2008. Auk þeirra er Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, einnig til viðtals í þættinum þar sem hún lýsir hlutverki og starfsemi athvarfsins og algengu birtingarmynstri ofbeldis í nánum samböndum.

Það hefur verið mikil fræðsla og það er miklu meiri upplýsing í dag, fólk er miklu betur upplýst um það hvernig ofbeldi lítur út, margar birtingarmyndir og annað slíkt en samt minnkar ekki ofbeldið, segir Linda Dröfn og bendir á ofbeldi þrífst víða þar sem fólk úr öllum samfélagshópum getur orðið fyrir því og eða beitt því þrátt fyrir aukna fræðslu.

Af hverju er koma upp enn ein kynslóðin, vel upplýst kynslóð, en samt erum við enn þarna á sama stað. Við sjáum ekki rauðan þráð í gerendum eða hvaðan þeir koma, bakgrunn, menntun eða annað. Þetta er bara algjörlega eins og almennt þýði hjá Hagstofunni. Þetta getur verið hver sem er þannig þetta er flókið, segir hún.

Gerendur ofbeldis upplifa sig sem þolendur

Ofbeldi í nánum samböndum er þjóðfélagsmein sögn þeirra Lindu, Guðnýjar og Elísabetar. Fjáröflunarátak Á allra vörum í ár er ákall til þjóðarinnar um stuðning Kvennaathvarfsins sem veitir konum og börnum skjól sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis.

Ég held það tvennt sem þar svolítið skoða. Það er annars vegar hvernig við vinnum með gerendum. Það hefur margt verið þróað tengt því til dæmis þessi níu skref innan Evrópusambandsins sem hafa verið viðurkennd sem þarf taka til þess vinna með þeim og svo erum við náttúrulega með Heimilisfrið hér á Íslandi en þangað þyrfti meira fjármagn svo við getum tekið almennilega utan um þetta, segir Linda og kallar eftir breytingum frekari breytingum í málaflokknum sem lúta nánar gerendum ofbeldis.

Það er þannig margir gerendur upplifa sig ekki sem gerendur heldur upplifa þeir sig jafnvel sem þolendur. Það eru mjög fáir sem setjast niður og tengja við það þeir séu gerendur í þessu sambandi, segir hún jafnframt.

Hvaða skilaboð er verið senda?

Hins vegar þurfum við líka fókusa á hvernig við getum stoppað þetta í fæðingu. Hvernig getum við stoppað það enn ein kynslóðin komi og beiti ofbeldi. Það er flókið mál og það þarf gera frá mörgum ólíkum hliðum á sama tíma en númer eitt, tvö og þrjú þurfa yfirvöld og ráðamenn senda mjög skýr skilaboð um þetta er alvarlegt og við ætlum ekki þola þetta mikið lengur, útskýrir hún og telur aðkomu yfirvalda mikilvæga í baráttunni við útrýma kynbundnu ofbeldi.

Hvað með herða viðurlög og annað slíkt?

, það er eitt af því. Við erum sjá dóma vægari í ofbeldi í nánum samböndum heldur en öðru ofbeldi, segir Linda.

Við erum sjá eins og í Bretlandi núna ef kona er myrt inni á heimili þá er það vægari dómur heldur en ef hún væri myrt á götum úti. Þannig við erum senda þau skilaboð þetta ofbeldi kannski ekki alveg jafnalvarlegt.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til horfa eða hlusta á þáttinn í heild sinni.

Nafnalisti

  • Elísabet Sveinsdóttirmarkaðsstjóri
  • Gróa Ásgeirsdóttirritari
  • Guðný Pálsdóttirvinkona
  • Linda Dröfn Gunnarsdóttirframkvæmdastýra Kvennaathvarfsins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 591 eind í 26 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 73,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.