Stjórnmál

Ýjar að Ásthildi Lóu hafi verið fórnað

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 13:13

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sigríði Á. Andersen, þingmanni Miðflokksins, og Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var heitt í hamsi er þær tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.

Vildi þar Sigríður svör við á hverju nákvæmlega Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, axlaði ábyrgð er hún sagði sig frá embættinu.

Sigríður hafði einnig tekið málið fyrir í óundirbúnum fyrirspurnartíma á mánudag þar sem hún beindi fyrirspurn sinni Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þar ýjaði hún því forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu þvingað Ásthildi Lóu Þórsdóttur til segja af sér ráðherradómi og tók Sigríður í sama streng í dag.

Axla ábyrgð á hverju?

Vísaði Sigríður til þess dómsmálaráðherra hafi sagt Ásthildi Lóu axla ábyrgð er hún sagði sig frá embætti sínu.

Axlað ábyrgð á hverju? Getur hæstvirtur félagsmálaráðherra upplýst þingheim um það á hverju ráðherrann hafði axlað ábyrgð? spurði þingmaðurinn og benti á Ríkisútvarpið væri búið leiðrétta umfjöllun sína um mál Ásthildar.

Vísaði hún einnig til þess Inga hefði lýst málinu sem stormi í vatnsglasi og kvaðst Sigríður sammála því.

Spurði hún því næst af hverju Inga hefði ekki staðið með Ásthildi á meðan umfjöllun stóð yfir og hvort Inga sæi eftir því hafa ekki gert það.

Hvers vegna feykti stormurinn í vatnsglasinu þessum ráðherra úr embætti?

Ákvörðunin hafi verið Ásthildar

Því næst tók Inga til máls og sagðist hafa staðið algerlega í báða fætur með Ásthildi en ítrekaði það hafi verið ákvörðun Ásthildar sjálfrar segja sig frá embættinu í ljósi komandi fjölmiðlaumfjöllunar.

Það væri m.a. til þess skyggja ekki á þá vinnu sem sett hafði verið af stað í mennta- og barnamálaráðuneytinu sem og störf sem ríkisstjórnin væri vinna .

Hún vildi engan veginn hún og hennar persónulega líf tæki allt sviðið. Hún var frábær ráðherra og við vitum hún er bara hefja sinn pólitíska feril og hún mun koma grjóthörð til baka sem þingmaður, sagði Inga og þakkaði jafnframt Sigríði fyrir hennar mikla áhuga á hvernig hafi staðið á afsögn Ásthildar Lóu.

En ég ítreka: Ég stóð með henni alla leið. Þetta var hennar ákvörðun. Ég tek ekki ákvarðanir fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands, hvort heldur sem formaður Flokks fólksins eða sem félags- og húsnæðismálaráðherra.

Valkyrjurnar hafi kosið fórna ráðherranum

Sakaði þá Sigríður Ingu um svara í engu spurningu sinni og krafðist aftur svara við á hverju Ásthildur hefði axlað ábyrgð.

Ýjaði hún því mögulega hefði það verið ríkisstjórnin sjálf sem hafði verið hrædd við komandi fjölmiðlaumfjöllun, frekar en Ásthildur.

Og í stað þess standa með ráðherranum gegn hótunum og afarkostum utan úr þá kusu valkyrjurnar svonefndu fórna ráðherra sínum.

Telur hæstvirti félagsmálaráðherra það hafa styrkt stjórnarsamstarfið forystumönnum ríkisstjórnarinnar hafi ekki tekist verjast þessari hótun utan úr um persónuleg málefni ráðherrans öðruvísi en þannig ráðherrann er látinn taka pokann sinn og þessi fyrrverandi samstarfsmaður í ríkisstjórn er kjöldreginn í fjölmiðlum um allan heim? Eru þessi málalok til styrkja tiltrú almennings á stjórnmálum á Íslandi? spurði Sigríður áður en Inga tók til máls á ný.

Líkt og Sigríður sjálf hafi setið fundinn

Ég er eiginlega verða ekki bara orðlaus heldur hálf hauslaus yfir þessum áhuga sem háttvirtur þingmaður virðist hafa á því dapra máli sem þarna átti sér stað.

Sagði Inga það vera engu líkara í sleggjudómum Sigríðar en hún hafi sjálf setið þann fund þegar ákvörðunin hafi verið tekin.

Ég veit það ekki, hún er kannski með einhverja spæjarastarfsemi þarna inni í fundarherberginu þar sem við vorum og getur þá kannski bara upplýst okkur um hvað raunverulega þar fór fram.

Sagði Inga það vera neikvætt og niðurlægjandi fyrir Sigríði koma fram með sleggjudóma um hvað gæti hafa gerst þegar hún hefði í raun enga hugmynd um það, en mátti þá heyra í Sigríði kalla úr þingsalnum er Inga gekk frá púltinu:

Svaraðu því þá.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Inga Sælandformaður
  • Ingiundirverktaki
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Sigríður Á. Andersenþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra
  • Sigríður Ingu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 679 eindir í 31 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 27 málsgreinar eða 87,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.