Sögulega góð frammistaða í Svíþjóð: 10 í einkunn
Jóhann Páll Ástvaldsson
2025-04-01 06:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fótboltakappinn Omar Faraj mun seint gleyma leik Degerfors gegn Halmstad. Þessi 23 ára gamli framherji skoraði fimm mörk í 5–0 sigri nýliða Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Þá fékk hann 10 í einkunn frá fótboltaupplýsingaforritinu FotMob, sem er afar sjaldgæft. Hver er Faraj? Af hverju er svona erfitt að fá tíu?
Jöfnun á meti
Faraj er nú kominn í fámennan hóp þeirra sem hafa skorað fimm mörk í deildinni. Fyrir hafði sænska goðsögnin Gunnar Nordahl náð því auk þeirra Sven Rydell og Kim Bergstrand.
IMAGO]]]]“ Ég hef áður skorað fjögur mörk, en aldrei fimm,“ sagði Faraj í viðtali eftir leik. „Ég þakka guði fyrir þetta. Þetta er heiður og virkilega góð tilfinning. Ég er búinn að skora nokkur mörk á undirbúningstímabilinu, en það skiptir engu máli þegar út í alvöruna er komið.“ [[“ Mér tókst næstum því að skora jafn mörg mörk í dag og ég gerði á öllu undirbúningstímabilinu. Liðið setur mig í virkilega góðar stöður. Maður erfiðar og stundum fær maður árangur erfiðisins. Þetta er nýtt met fyrir mig,“ bætti hann við.
Faraj skoraði fyrsta markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Annað markið kom á 55. mínútu og hann fullkomnaði þrennu sína með vítaspyrnu á 74. mínútu. Hann skoraði sitt fjórða mark á 83. mínútu og fimmta markið var rúsínan í pylsuendanum. Það kom á þriðju mínútu uppbótartímans af vítapunktinum.
Degerfors er nýliði í deildinni en hafði verið í efstu deild árin 2021 til 2023.
Einkunn Faraj í FotMob forritinu, en hann skoraði fimm mörk fyrir Degerfos gegn Halmstad í Svíþjóð IMAGO
Hvernig fær maður 10?
Forritið FotMob gefur einkunn sem byggð er á öllu því sem leikmaðurinn gerir í leiknum. Alls eru 300 tölfræðiþættir teknir saman til að gefa leikmönnum einkunn.
Sögulega hefur verið afar erfitt að fá 10 í einkunn og hafa nú einungis fjórir leikmenn náð því í alvöru keppnisleik. Benóný Breki Andrésson er þar á meðal en hann fékk tíuna sjaldgæfu í einkunn eftir að hafa skorað fimm mörk gegn HK í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar 2024.
Mummi Lú
Í raun er einkunnin upp á 9,95 og námunduð upp í tíu. Auk Faraj og Benóný Breka hafa tveir aðrir náð 10.
Thomas Meunier — Belgía á móti Gíbraltar í undankeppni HM 2018, ágúst 2017. Þrjú mörk og fjórar stoðsendingar.
Neymar — PSG á móti Touloiuse, franska úrvalsdeildin, ágúst 2017.
Þá náði YouTube stjarnan Miniminter einnig 10 í einkunn í góðgerðarleik Sidemen gegn YouTube All Stars árið 2022. Við teljum þann leik ekki með af augljósum ástæðum.
Einkunnir fótboltamanna sem hafa fengið tíu í FotMob forritinu. IMAGO
Hver er Faraj?
Fara er 23 ára gamall, fæddur árið 2022 í Stokkhólm. Hann spilar í dag með landsliði Palestínu sem er í harðri baráttu um að komast á HM 2026. Faraj lék áður tvo landsleiki fyrir Svía árið 2023 auk þess að skora fjögur mörk í fimm U21 landsleikjum fyrir Svía. Hann leikur í dag með Degerfos eftir að hafa verið lánaður frá egypska liðinu Zamalek.
Hann hefur leikið fimm leiki fyrir Palestínu án þess að skora. Palestínska liðið getur ekki spilað á palestínskri grundu vegna innrásar Ísraels í landið. Því leikur liðið í nágrannalöndum sínum.
IMAGO
Ferill Faraj
2020–2021 — Brommapojkarna-36 leikir (14 mörk)
2021–2022 — Levante B (Spánn) — 29 leikir (7 mörk) og aðallið Levante-1 leikur
2022 — Degerfors (lán) — 16 leikir (4 mörk)
2023–2024 — AIK-36 leikir (4 mörk)
2024 — Zamalek (Egyptaland) — 2 leikir (1 mark)
2025 — Degerfors (lán) — 1 leikur (5 mörk)
Ademola Lookman fékk 10 fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
Önnur eftirsótt tía
Tían eftirsótta í FotMob hefur sífellt fengið meiri athygli þar sem fjöldi fótboltaáhugamanna víðs vegar um heim notar forritið til að fylgjast með úrslitum leikja.
Sögulega séð var þó önnur afar virt einkunnagjöf sem erfitt var að ná í. Það er tíu í einkunn hjá franska fótboltatímaritinu France Football.
Lengi vel var nánast ógerningur að fá tíu. Tímaritið byrjaði reyndar ansi geist því að tveir leikmenn fengu einkunnina árið 1988 í U21 leik gegn Grikkjum. Næstu 22 árin fengu bara tveir leikmenn einkunnina, þar til komið var að Lionel Messi.
Messi hefur fengið 10 hjá France Football í tvígang. EPA-EFE/Yuri Edmundo
Slökuðu á kröfunum
Blaðamenn France Football slökuðu svo á kröfunum árið 2018 og síðan þá hafa 9 leikmenn fengið einkunnina. Síðustu sjö árin hafa níu leikmenn fengið einkunnina en þar á undan tók það 26 ár að gefa átta leikmönnum 10.
Einkunnagjöf France Football er þó algjörlega huglæg og byggir á þeim blaðamanni sem fjallar um leikinn í hvert sinn. Hjá FotMob er notast við tölfræði fyrir einkunnagjöfina. Hér á landi er einkunnagjöf Morgunblaðsins sennilega sú rótgrónasta. Þar er gefinn mismunandi fjöldi bókstafsins M fyrir frammistöðu. Því betri sem frammistaðan er, því fleiri M.
Rússinn Oleg Salenko var lengi vel einn af þeim fáu sem hafði fengið tíu í einkunn fyrir fótboltaleik. FIFA
Hverjir hafa fengið 10 hjá France Football?
Franck Sauzee-Frakkland U21 gegn Grikklandi U21 — 1988–2 mörk
Bruno Martini — Frakkland U21 gegn Grikklandi U21 — 1988 — markvörður með hreint mark
Oleg Salenko-Rússland gegn Kamerún — 1994–5 mörk
Lars Windfeld — Aarhus gegn Nantes-1997 — markvörður með frábæra frammistöðu
Lionel Messi-Barcelona gegn Arsenal-2010 — 4 mörk
Lionel Messi-Barcelona gegn Bayer Leverkusen-2012 — 5 mörk
Robert Lewandowski — Dortmund gegn Real Madrid-2013 — 4 mörk
Carlos Eduardo-Nice gegn Guingamp-2014 — 5 mörk
Neymar — Paris Saint-Germain gegn Dijon-2018 — 4 mörk
Dusan Tadic átti nær fullkominn leik gegn Real Madrid með Ajax í Meistaradeildinni 2019. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez
Dusan Tadic-Ajax gegn Real Madrid-2019 — 1 mark og 2 stoðsendingar
Lucas Moura-Tottenham gegn Ajax-2019 — 3 mörk
Serge Gnabry-Bayern München gegn Tottenham-2019 — 4 mörk
Kylian Mbappé-Frakkland gegn Kasakstan — 2021–4 mörk
Alban Lafont-Nantes gegn Paris Saint-Germain-2022 — markvörður, varði víti
Erling Haaland — Manchester City gegn Manchester United-2022 — 3 mörk og 2 stoðsendingar
Erling Haaland — Manchester City gegn RB Leipzig-2023 — 5 mörk
Ademola Lookman-Atalanta gegn Bayer Leverkusen-2024 — 3 mörk
Nafnalisti
- Aarhusdanskt úrvalsdeildarfélag
- Ademola Lookmanumtalaðasti leikmaðurinn eftir leik West Ham og Fulham í ensku úrvalsdeildinni
- AIKsænskt knattspyrnufélag
- ALESSANDRO DI MARCO
- Atalantaítalskt félag
- Benóný Breki Andréssonsóknarmaður KR
- Brommapojkarnasænskt úrvalsdeildarlið
- Bruno Martinifyrrverandi landsliðsmarkmaður franska knattspyrnulandsliðsins
- Carlos Eduardo
- Degerforssænskt félag
- Dijonfranskt lið
- Dusan Tadicleikmaður Ajax
- Erling Haalandframherji
- France Footballtímarit
- Franck Sauzee
- Guingampúrvalsdeildarlið
- Gunnar NordahlSvíi
- Halmstadsænskt félag
- Kim Bergstrand
- Kylian Mbappéfranskt ungstirni
- Lars Windfeld1997
- Levantespænskt lið
- Levante B
- Lionel Messiknattspyrnumaður
- Lucas Mouraleikmaður Tottenham
- Manchester Cityenskt úrvalsdeildarlið
- Manchester Unitedenskt knattspyrnufélag
- Miniminterbresk YouTubestjarna
- Mummi Lúljósmyndari
- Neymarbrasilískur knattspyrnumaður
- Oleg SalenkoRússi
- Omar Faraj
- Paris Saint-Germainfranskt stórlið
- PSGfranskt stórveldi
- Robert Lewandowskiframherji Bayern Munchen
- Rodrigo Jimenez
- Serge Gnabryleikmaður Bayern Munchen
- SidemenYouTubehópur
- Sven Rydell
- Thomas Meunierbakvörður
- YouTube All Stars
- Yuri Edmundo
- Zamalekeitt sigursælasta lið í sögu Afríku
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 1100 eindir í 94 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 87 málsgreinar eða 92,6%.
- Margræðnistuðull var 1,89.