Stjórnmál

Forystukonur ríkisstjórnarinnar þráspurðar um aðkomu sína að afsögn ráðherra

Höskuldur Kári Schram

2025-03-24 20:17

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra svara á Alþingi í dag um aðkomu þeirra afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Forsætisráðherra var sökuð um trúnaðarbrot og fyrir draga lappirnar í málinu.

Það var einkum þrennt sem þingmenn spurðu um. Í fyrsta lagi af hverju forsætisráðuneytið brást ekki fyrr við málinu, af hverju trúnaðar hafi ekki verið gætt og hvort forystukonur ríkisstjórnarinnar hafi beitt Ásthildi þrýstingi um segja af sér.

Forsætisráðherra svaraði því til afgreiðsla ráðuneytisins á fundarbeiðni um Ásthildi Lóu hefði ekki tekið langan tíma, fjóra virka daga, og hafnaði enn fremur öllum ásökunum um trúnaðarbrot.

Málið gæti endað á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Nefndin fundaði í morgun en málið var ekki rætt á þeim fundi.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 122 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.