Íþróttir

Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-04-04 10:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og Aftureldingar laugardaginn 5. apríl.

Íþróttadeild spáir Val 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi á sama stað og á síðasta tímabili.

Væntingastuðullinn hjá Val sprakk eftir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar skömmu fyrir síðasta tímabil. margra mati voru þeir líklegastir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en raunin varð önnur. Vissulega glitti oft í glimrandi spilamennsku en of sjaldan og Arnar Grétarsson var látinn taka pokann sinn eftir tap fyrir St Mirren í Sambandsdeild Evrópu.

Srdjan Tufegdzic (Túfa) var klár á kantinum og tók við. En engin umpólun varð á gengi eða spilamennsku Vals við þjálfarabreytinguna. Liðið náði samt Evrópusæti sem var væntanlega algjör lágmarkskrafa á Hlíðarenda.

Gylfi spilaði vel fyrir Val í fyrra og skoraði ellefu mörk. Honum leist þó ekki lengur á blikuna á Hlíðarenda og knúði fram félagaskipti í Víking. Stolt Valsmanna var eflaust sært eftir þetta en hægur vandi ætti vera nýta þetta sem hvata fyrir tímabilið sem framundan er.

Það eru nefnilega áfram forsendur til gera vel hjá Val. Þeir eru til mynda enn með Jónatan Inga Jónsson, Patrick Pedersen og Tryggva Hrafn Haraldsson í framlínunni. Þeir skoruðu samtals 38 mörk í Bestu deildinni í fyrra og þrátt fyrir verða 34 ára á árinu virðist ekkert vera hægjast á Pedersen. Mörkin hans níu í Lengjubikarnum eru til vitnis um það. Jónatan Ingi átti frábæra kafla á síðasta tímabili og hann hefur allt bera til geta verið einn besti leikmaður deildarinnar.

Auk Gylfa er Birkir Már Sævarsson horfinn á braut eftir mikla og góða þjónustu við Val og Fredrik Schram fór til Danmerkur. Birkir Heimisson er kominn aftur frá Þór, Tómas Bent Magnússon frá ÍBV, Birkir Jakob Jónsson frá Atalanta, Andi Hoti frá Leikni R. og tveir erlendir leikmenn með flottar ferilskrár bættust við; miðvörðurinn Markus Nakkim og miðjumaðurinn Marius Lundemo.

Þeim síðarnefnda er ætlað leysa vandræði síðasta tímabils með stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og ef hann verður jafn góður og ferilskráin gefur tilefni til geta Valsmenn hugsað sér gott til glóðarinnar. Liðið hefur nefnilega litið vel út í vetur, vann Lengjubikarinn og eftir brotthvarf Gylfa er pressan kannski ekki jafn mikil á Hlíðarenda, eða allavega öðruvísi.

Túfa þarf samt nauðsynlega laga varnarleikinn frá síðasta tímabili. Valur fékk á sig 42 mörk og hélt aldrei hreinu eftir Túfa tók við. Hann hefur jafnan verið kenndur við gott skipulag og traustan varnarleik en stóð ekki beint undir því í fyrra. Og þótt sóknarleikur Vals hafi stundum verið svolítið klossaður skoraði liðið samt 66 mörk á síðasta tímabili. Sóknaraflið í liðinu er einfaldlega það mikið.

Túfa hefur prófað sig áfram með þriggja manna vörn í vetur og ýmsar útfærslur með bakverði. Liðið hefur fengið yngri leikmenn en síðustu ár og spurning hvort mótorinn hjá Val verði öflugri en verið hefur.

Þetta hefur allavega litið vel út í vetur og það er sannarlega líf eftir Gylfa. Stuðningsmenn Vals vilja að minnsta kosti Evrópusæti og ef flest gengur upp gætu Valsmenn allavega sett smá pressu á Víkinga og Blika í titilbaráttunni.

Nafnalisti

  • Andi Hotivarnarmaður
  • Arnar Grétarssonfyrrverandi þjálfari Breiðabliks
  • Atalantaítalskt félag
  • Birkir Heimissonmiðjumaður
  • Birkir Jakob JónssonBreiðablik
  • Birkir Már Sævarssonbakvörður
  • Fredrik Schrammarkvörður
  • Gylfi Þór Sigurðssonleikmaður Everton og íslenska landsliðsins
  • Jónatan Ingi Jónssonleikmaður FH
  • Leiknir R.Reykjavíkurlið
  • Marius Lundemo
  • Markus Nakkim
  • Mirrenþó ekki eina stjarnan sem ákvað að mæta í gulu
  • Patrick Pedersenframherji Vals
  • Srdjan Tufegdzicþjálfari Grindavíkur
  • Stöðvar 2 Sports
  • Tómas Bent Magnússonleikmaður ÍBV
  • Tryggvi Hrafn HaraldssonSkagamaður
  • Túfaþjálfari KA
  • ValurÍslandsmeistari
  • Víkingurknattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 557 eindir í 31 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 30 málsgreinar eða 96,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.