Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Eyjan

2025-03-12 09:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Góðvild hefur margoft bent á það það óréttlæti sem felst í því hjálpartæki beri 24% virðisaukaskatt sem er almennt lagður á vörur og þjónustu til afla tekna fyrir ríkið.

En þegar kemur nauðsynlegum hjálpartækjum fyrir fatlaða og langveikt fólk er slík skattlagning ósanngjörn og óskilvirk. Nauðsynleg hjálpartæki eru ekki lúxusvörur heldur lífsnauðsynlegur búnaður sem gerir fólki kleift lifa sjálfstæðu og virku lífi.

Inga Sæland hefur sex sinnum lagt fram þingsályktunartillögu varðandi lækkun eða niðurfellungu á nauðsynlegum hjálpartækjum en málið hefur ekki hlotið framgang. ætti því vera tækifæri fyrir flokk fólksins láta til sín taka í þessum efnum.

Aðgangur hjálpartækjum er mannréttindamál

Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) eiga ríki tryggja aðgengi hjálpartækjum án óþarfa hindrana. Virðisaukaskattur á hjálpartæki eykur kostnað fyrir þá sem þurfa á þeim halda og getur hindrað fólk í þau tæki sem eru nauðsynleg til lifa eðlilegu lífi.

Mörg lönd hafa þegar tekið þá ákvörðun undanþiggja nauðsynleg hjálpartæki virðisaukaskatti. Hér eru nokkur dæmi en flest lönd í Evrópu eru annað hvort með mjög lága vsk prósentu eða enga:

Svíþjóð: Hjálpartæki fyrir fatlaða eru undanþegin virðisaukaskatti og styrkt stórum hluta af hinu opinbera.

Noregur: Nauðsynleg hjálpartæki eru undanþegin VSK, sem gerir þau aðgengilegri fyrir notendur.

Bretland: Hjálpartæki og læknisfræðileg tæki sem eru nauðsynleg fyrir fatlað fólk eru undanþegin virðisaukaskatti.

Þýskaland: Lækkuð virðisaukaskattsprósenta er á hjálpartækjum til tryggja betra aðgengi.

Írland: Hjálpartæki sem eru nauðsynleg til daglegra nota eru undanþegin VSK, sem dregur úr kostnaði fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Ef Ísland myndi fella niður virðisaukaskatt á nauðsynlegum hjálpartækjum myndi það:

Lækka kostnað fyrir fatlaða og langveika.

Tryggja betra aðgengi hjálpartækjum og bæta lífsgæði þeirra sem þurfa á þeim halda.

Styðja við markmið stjórnvalda um draga úr félagslegri mismunun og tryggja jöfn tækifæri.

Minnka fjárhagslega byrði á fjölskyldum sem sjá um langveik börn eða aðstandendur með fötlun.

Stuðla heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðum fyrir fatlaða og aldraða, þar sem gott aðgengi hjálpartækjum getur dregið úr líkamlegu álagi, fækkað slysum og bætt almenna heilsu.

Það er mikið óréttlæti fólgið í því skattleggja lífsnauðsynleg hjálpartæki með sama hætti og lúxusvörur. Með því fella niður virðisaukaskatt á hjálpartækjum getur Ísland stigið stórt skref í átt réttlátara samfélagi þar sem allir hafa jafnan aðgang þeim hjálpartækjum sem þau þurfa á halda til lifa eðlilegu og virku lífi.

Sigurður Hólmar Jóhannesson framkvæmdastjóri Góðvildar góðgerðarfélags sem styður við langveik og fötluð börn á Íslandi.

Nafnalisti

  • Inga Sælandformaður
  • Sigurður Hólmar Jóhannessonframkvæmdastjóri Góðvildar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 450 eindir í 24 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.