Sæki samantekt...
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur sendir hugvekjandi skilaboð til þjóðarinnar í pistli á facebook.
Hann ræðir meðal annars ofurlaun borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, og segir að margt í okkar samfélagi sé farið að bera einkenni klassískrar úrkynjunar. Sé „komið handan þess að teljast bara „lélegt“ og farið að minna á hardcore fall-Rómarveldis sjúkleika, þar sem elítur eru í innbyrðis kapphlaupi um að soga til sín eins mikið af sameiginlegum sjóðum og hægt er. Það er engin stefna, engin sýn, en fyrst og fremst: Engin gildi,“ skrifar Halldór Armand beittur.
„15 milljóna króna biðlaun borgarstjóra eru t.d. 3/4 af þeim peningum sem eiga að sparast með því að skerða opnunartíma sundlauga í borginni um helgar. En þú veist, neyðarsjóður fjölskyldunnar og allt það,“ skrifar Halldór um samhengið.
„Hver klukkustund þar sem t.d. 14–17 ára krakkar eru ekki slefandi yfir skjá er hér um bil ómetanleg til framtíðar. Ég leyfi mér að halda að það sé eitthvað sem við viljum flest borga fyrir — að þeir hafi samastað í almannarými eins og laugunum. Hins vegar bað enginn um heim þar sem strit og tími venjulegs fólks fer í að borga fyrir sjálftöku og ofurlaunavæðingu stjórnmálastéttarinnar-sem að mínu persónulega mati vinnur þjóð sinni almennt, en þó ekki án undantekninga, miklu meira tjón en gagn; að það sé hún sem fái forgang yfir allt annað. Það er dapurlegt að þurfa að grípa til gífuryrða, en hvað er annað hægt að segja en að þetta sé ógeðslegt?“
Nafnalisti
- Halldór Armandrithöfundur
- Halldór Armand Ásgeirssonrithöfundur
- Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 263 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
- Margræðnistuðull var 1,68.