Suðvestanhvassviðri með skúrum eða éljum en léttskýjað á Austurlandi
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
2025-03-31 06:48
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Dagurinn byrjar með suðvestanátt, víðast hvar 15-23 m/s. Gular viðvaranir eru í gildi vegna suðvestanhvassviðris á miðhálendingu, á Norðurlandi eystra og Ströndum og á Norðurlandi vestra. Gul viðvörun tekur gildi á Vestfjörðum klukkan 9. Viðvaranirnar falla úr gildi síðdegis.
Gular viðvaranir. Veðurstofa Íslands
Skúrir eða él, en léttskýjað á Austurlandi, hiti 2 til 7 stig yfir hádaginn. Dregur hægt úr vindi og skúrum síðdegis, en snýst í suðlæga átt með rigningu eða slyddu undir kvöld, fyrst sunnanlands.
Morgundagurinn verður mjög svipaður og dagurinn í dag. Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en bjart að mestu austantil. Hiti breytist lítið. Dregur úr vindi og skúrum síðdegis, en fer að rigna aftur sunnan- og austanlands um kvöldið.
Rólegt og úrkomulítið veður frá fimmtudegi
Á miðvikudag verður breytileg átt 5–13 m/s, en snýst í vestlæga átt 8–15 síðdegis og norðvestan 13–20 austantil. Skúrir eða él vestanlands, en rigning eða snjókoma eystra fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Útlit fyrir rólegt og úrkomulítið veður á fimmtudag og dagana þar á eftir.
Nafnalisti
- Veðurstofa Íslandstengiliður Íslands við milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 201 eind í 17 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 88,2%.
- Margræðnistuðull var 1,68.