Nýr ráðherra segir að það þurfi að „taka til“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-24 09:58

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr mennta- og barnamálaráðherra, tók við lyklunum ráðuneytinu í gær í kjölfar síns fyrsta ríkisráðsfundar.

Ég ætla afhenda þér þetta lyklakort ráðuneytinu og óska þér innilega góðs gengis. Hlakka til starfa mér þér og við öll hérna í ráðuneytinu, sagði Erna Kristín Blöndal ráðuneytisstjóri er hún rétti Guðmundi lyklana og blómvönd.

Athygli vakti Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, mætti ekki til afhenda lyklana eins og hefð er fyrir. Hún tjáði sig ekki við fjölmiðla er hún mætti á Bessastaði í gær og þá yfirgaf hún húsið með því fara út bakdyramegin.

Guðmundur svaraði nokkrum spurningum er hann tók við lyklunum en hann kvaðst mjög spenntur fyrir nýja starfinu. Hann sagðist aðspurður myndu skoða hvort samræmd próf yrðu tekin upp aftur og í ljós kæmi hvort stefnubreyting yrði í menntamálum.

Finnst þér vera neyðarástand í menntamálum á Íslandi?

Það þarf taka til. Sem betur fer er þessi ríkisstjórn með það á verkefnalista taka til virkilega, sagði Guðmundur sem bætti því við hann ætlaði láta verkin tala sem mennta- og barnamálaráðherra.

Spurður hvort það væru einhver sérstök mál sem hann vildi leggja áherslu þá sagði hann það einfaldlega vera mennta-, barna- og íþróttamál.

Kemur til greina taka upp samræmd próf?

, þetta er allt í skoðun.

Lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Erna Kristín Blöndalskrifstofustjóri
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 237 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.