Veður

Dregur úr vindi þegar líður á daginn

Atli Ísleifsson

2025-03-31 06:54

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Dagurinn byrjar með suðvestanátt þar sem víðast hvar reikna með 15 til 23 metrum á sekúndu. Spáð er skúrum eða éljum, en léttskýjuðu á Austurlandi.

Á vef Veðurstofunnar segir það verði hiti á bilinu tvö til sjö stig yfir hádaginn.

Dregur hægt úr vindi og skúrum síðdegis, en snýst í suðlæga átt með rigningu eða slyddu undir kvöld, fyrst sunnanlands.

Morgundagurinn verður mjög svipaður og dagurinn í dag. Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en bjart mestu austantil. Hiti breytist lítið. Dregur úr vindi og skúrum síðdegis, en fer rigna aftur sunnan- og austanlands um kvöldið.

Á miðvikudag verður breytileg átt 513 m/s, en snýst í vestlæga átt 815 síðdegis og norðvestan 1320 austantil. Skúrir eða él vestanlands, en rigning eða snjókoma eystra fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig.

Útlit fyrir rólegt og úrkomulítið veður á fimmtudag og dagana þar á eftir, segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él. Hægari og bjart með köflum eystra, en dálítil slydda eða snjókoma þar um kvöldið. Hiti 2 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á miðvikudag: Vestan og suðvestan 8-15 og stöku skúrir eða él. Slydda eða snjókoma austantil, en léttir til seinnipartinn. Hiti 0 til 5 stig, en dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið og kólnar.

Á fimmtudag: Breytileg átt 3-8 og yfirleitt bjartviðri, en skýjað og sums staðar lítilsháttar væta á norðvestanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað í flestum landshlutum, hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar lítilsháttar væta á sunnan- og vestanverðu landinu. Hiti 4 til 10 stig.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 342 eindir í 24 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 70,8%.
    • Margræðnistuðull var 1,69.