Reksturinn í upp­námi og upp­sagnir fyrir­hugaðar

Gunnar Reynir Valþórsson

2025-03-31 06:44

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Rekstur Landakotsskóla í Reykjavík er sagður í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar.

Frá þessu greinir Morgunblaðið og vísar í bréf sem forsvarsmenn skólans hafa skrifað borgarstjóra þar sem stöðunni er lýst. Þar segir meðal annars svokölluð alþjóðleg deild skólans hafi verið í miklum vexti undanfarin ár og hún orðin svo stór hún standi ekki undir sér miðað við núverandi fjárframlög.

Landakotsskóli er einn af sex sjálfstætt starfandi skólum í Reykjavík og í bréfinu er einnig bent á mismun sem er á milli einkarekinna skóla og þeirra sem reknir eru af borginni.

Lög gera ráð fyrir sveitarfélögin veiti einkareknu skólunum fjárframlög sem nemi 70 til 75 prósentum af meðaltalsrekstrarkostnaði á hvern nemanda. Samkvæmt bréfinu þýðir það Landakotsskóli fái 100 milljónum minna en sambærilegur skóli rekinn af borginni.

Í blaðinu segir ennfremur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi boðað forsvarsmenn skólann á sinn fund síðar í dag.

Nafnalisti

  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 153 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,79.