Öskufall og reykur geta spillt umferð

Ritstjórn mbl.is

2025-04-04 10:17

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vegagerðin býr yfir mikilli reynslu af því leggja vegi yfir nýrunnið hraun, ef svo illa færi hraun rynni yfir Reykjanesbraut, segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs hjá Vegagerðinni, vegna breytinga á skjálftavirkni sem hefur færst norðar og nær Reykjanesbraut en áður.

Hún segir það taki alltaf einhverja daga leggja nýjan veg, sem er gríðarlega langur tími fyrir þessa samgönguæð.

Við erum viðbúin flestum sviðsmyndum sem mönnum hefur dottið í hug gætu komið upp.

Hvað gerið þið ef hraunið ógnar brautinni?

Vegagerðin hefur skoðað mismunandi leiðir og staðsetningar um hvar og hvenær hraun geti runnið og skoðað hvort hægt setja upp mismunandi varnarmannvirki. Fram þessu hefur það ekki verið talin líkleg sviðsmynd hraun renni yfir Reykjanesbrautina en hefur orðið breyting á með þessum atburði núna.

Bergþóra segir Vegagerðin meðvituð um hvar hægt sækja efni í varnargarða, en margt annað en bara hraunflæði geti ógnað Reykjanesbrautinni. Ef það opnast sprunga nálægt Reykjanesbraut geta öskufall, gas og reykur spillt umferð og það yrði líka mikið sjónarspil, sem gæti hugsanlega truflað umferðina.

Nafnalisti

  • Bergþóra Kristinsdóttirframkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 204 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.