Viðskipti

Trump hótar 25% tollum á lönd sem kaupa olíu frá Venesúela

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-25 06:59

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt Bandaríkin muni leggja 25% tolla á allar innflutningsvörur frá þeim löndum sem kaupa olíu frá Venesúela.

Þessi aðgerð, sem er fordæmalaus, mun mati Financial Times hafa umtalsverð áhrif á alþjóðlegan olíumarkað og gæti leitt til hærri tolla á vörur frá Kína og Indlandi, sem eru stærstu kaupendur venesúelískrar olíu.

Tilkynning gærkvöldsins kom einungis nokkrum dögum áður en Trump mun kynna nýja tollastefnu gagnvart viðskiptalöndum Bandaríkjanna.

Samkvæmt gögnum frá markaðsrannsóknarfyrirtækinu Kpler flutti Venesúela út 660.000 tunnum af hráolíu daglega árið 2024. Stærstu kaupendur voru Kína, Indland, Spánn og Ítalía. Bandaríkin sjálf voru fjórði stærsti kaupandi venesúelískrar olíu, með 230.000 tunnur á dag.

Markaðsaðilar vara við því ef aðgerðirnar verða innleiddar muni olíuverð hækka vegna minna framboðs. Ef venesúelsk olía dettur út af markaði, þá þýðir það minni framboð á heimsvísu og hærra verð, segir Matt Smith, yfirgreinandi olíumarkaðar hjá Kpler.

Brent-hráolía hækkaði um 1,3% í kjölfarið af yfirlýsingu Trumps.

Tollahótunin kemur á sama tíma og stjórnvöld í Caracas hafa samþykkt taka við flugvélum hlöðnum af útvísuðum venesúelöskum innflytjendum frá Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað vilja sinn til brottvísa þúsundum þjóðernislausra meðlima í venesúelíska genginu Tren de Aragua, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök.

Á sunnudag lenti fyrsta flugvélin með 199 brottvísaða einstaklinga nærri Caracas.

Maduro-stjórnin hefur sakað Bandaríkin um ræna þessum borgurum og senda þá til annarra landa, þar á meðal El Salvador, sem hefur samþykkt hælissetja suma brottvísaða fanga.

Afleiðingar fyrir alþjóðaviðskipti

Sérstakar tollaákvarðanir á ríki sem versla við önnur ríki eru nýnæli í alþjóðaviðskiptum. Fernando Ferreira, stjórnandi hjá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu Rapidan Energy, segir flest lönd muni ef til vill einfaldlega hætta kaupa olíu frá Venesúela til forðast tolla.

Við höfum aldrei séð tolla af þessari stærðargráðu á önnur ríki. Ef Bandaríkin framfylgja þessu af hörku getur það leitt til verulegra truflana á venesúelskum olíuútflutningi, segir hann.

Í byrjun mánaðar hófu Bandaríkin einnig herða viðskiptaþargðir gegn Venesúela með því afturkalla viðskiptaleyfi Chevron, sem hefur starfað í landinu undir undanþágu. Olíurisanum var þar skipað draga saman seglin innan 30 daga, en frestur hefur núna verið framlengdur til 27. maí.

Ef nýju tollarnir ganga í gildi getur það haft útbreidd áhrif á orkumarkað, samskipti Bandaríkjanna við Kína og Indland og efnahagslega stöðu Venesúela, sem reiðir sig mestu á olíuútflutning.

Nafnalisti

  • Brent-hráolíaverðið 49,7 dollarar á tunnu
  • Caracashöfuðborg Venesúela
  • Chevronbandarískur olíurisi
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • El SalvadorMið-Ameríkuríkinu
  • Fernando Ferreira
  • Financial Timesbreskt dagblað
  • Matt Smithbreskur leikari
  • Rapidan Energy
  • Tren de Aragua

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 416 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 95,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.