Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“

Fókus

2025-04-02 13:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Það muna eflaust margir eftir bandaríska leikaranum Gabriel Macht sem sló í gegn sem lögfræðingurinn Harvey Spector í þáttunum Suits.

Lítið hefur borið á leikaranum síðan þættirnir luku göngu sinni árið 2019 og raunar hefur hann ekki tekið sér neitt hlutverk. Hann ákvað þó fyrir skemmstu taka sér takmarkað hlutverk í Suits-afsprenginu Suits L.A.sem nýlega hófu göngu sína.

Í umfjöllun People kemur fram Macht, sem er orðinn 53 ára, hafi ákveðið flytja frá Bandaríkjunum til hugsa um hag barna sinna. Hann og eiginkona hans, hin ástralska Jacinda Barrett, eru búsett utan Bandaríkjanna ásamt börnum sínum tveimur, Satine sem er 17 ára og Luca sem er 10 ára.

Eðli málsins samkvæmt eru margir aðdáendur leikarans forvitnir um hvar hann býr en hann ætlar ekki gefa það upp. Fjölskyldan er þó sögð vera búsett einhvers staðar í Evrópu þar sem er meira næði en í Bandaríkjunum.

Ég vil vera ósýnilegur og geri það barnanna vegna. Ég vil ekki þeim líði óþægilega, segir hann. Gabriel segist ekki vera hættur leika heldur vill hann einbeita sér öðrum verkefnum sinni.

Hann er hluthafi í viskífyrirtækinu Bear Fight Whiskey þar sem hann tekur meðal annars þátt í markaðssetningu og auglýsingaherferðum.

Sem fyrr segir mun hann koma fram í þáttunum Suits L.A. en hann féllst á taka verkefnið sér þar sem honum var boðið upp á góðan sveigjanleika í tökuáætlun fyrir þættina.

Macht ætti ekki vera á flæðiskeri staddur fjárhagslega eftir leik sinn í Suits. Hann var einn af launahæstu leikurum þáttanna og er talinn hafa fengið 15-20 milljónir dollara fyrir þá, allt 2,7 milljarða króna, fyrir þá 134 þætti sem hann lék í.

Nafnalisti

  • Bear Fight Whiskey
  • Gabriel Macht
  • Harvey Spector
  • Jacinda Barrett
  • Lucasonur
  • Peoplebandarískur miðill
  • Suitslögfræðidrama
  • Suits L.A.
  • Suits L.A.sem

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 289 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 78,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.